Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 127
121
hann hafði þegið af konungi að gjöf. Vinur hans reyndi
að leiða honum fyrir sjónir, hve dýrmæt eign konungs-
gjöf þessi væri. »Eg er konungur sjálfur«, svaraði
Beethoven stutt. Konunglegur var hann samt ekki að
útliti. Venjulega klæddist hann eins og hálfgerður villi-
maður. Þó kom það fyrir, að vinir hans gátu fengið
hann til að skrýðast hátíðabúningi — en með brögðum.
Þegar andinn var yfir Beethoven, tók hann ekki eftir
neinu. Þeir tóku þá frá honum fötin hans að kvöldi og
settu ný í staðinn. Að morgni fór Beethoven í nýja
skrúðann og varð einskis var.
Eg sé Beethoven í hug mér, þar sem hann skundar
eftir götum Vínarborgar. Hann er lágur vexti en þrek-
inn og hvatlegur. Hatturinn situr aftan í hnákkanum,
og hárið rís frá háu djarflegu enni, þykt og óstýrilátt
eins og ljónsfax. Hakan stendur fram, og varirnar
liggja fast saman. Mér finst sindra um hann stálblik
og gneistar, þar sem hann gengur með krepta hnefa og
leiftur í augum. En eg skil, hvað veldur mestu um það,
að allir beygja höfuð sín í lotningu, sem mæta honum.
Það er svipurinn. Sá sér langt og vítt, sem hlustar af al-
hug og horfir. Þessi tign alvöru og einbeitni, sem staf-
ar undan þungum brúnum hans, bendir fram til einnar
áttar. Þar eygjum við birtuna af hugsjónum skáldsins,
og við réttum fram hendurnar móti henni eins og blóm
teygja kollinn í sólarátt, eins og börn fálma eftir ljós-
inu.
Það er ekki glæsilegt, að líta yfir síðari hluta æfi
Beethovens. í Vín er hann til æfiloka, en hann á þar
engri heimilisánægju að fagna. Hann eignast aldrei
konu eða börn. Það er ekki að ósekju, að hann sakar
Vínarbúa um rótleysi, því að þegar hann þrýtur að
heilsu, og fátæktin bíður við dyrnar, snúa þeir flestir
við honum bakinu, einkum eftir að þeim dettur í hug,