Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 128
122
að hann muni ekki vera aðalsættar. En hann lætur ekki
bugast. Enn á hann svo margt eftir, sem hann er kall-
aður til að vinna. Og Beethoven situr aleinn og hlustar,
skrifar og ber taktinn með fætinum, svo að íbúar húss-
ins fá ekki sofið um nætur. Að lokum neyðist húseig-
andinn til að vísa honum á dyr þessum undarlega manni,
sem ekki heyrir, þó að hrópað sé af kröftum rétt við
eyrað á honum. En á pappírinn hafa komist verk eins
og Missa solemnis og Níunda symfónían, sem síðar eru
sett ofar öllu, sem Beethoven hefur ort.
26. mars 1827 geisaði þrumuveður yfir Vínarborg.
Þá lá Beethoven á sóttarsæng eftir þriggja mánaða bar-
áttu við þung veikindi. Eitt sinn er ógurlegri eldingu
sló niður, og birtan lék um herbergið, vaknaði hann af
dauðamókinu, sem færst hafði yfir hann, reis upp til
hálfs og rétti knýtta hönd móti birtunni. Svo féll hönd-
in, og augun luktust í síðasta sinni. Þá var Beethoven
57 ára að aldri.
Þó að skáldskapur Beethovens sé vaxinn upp úr þeim
jarðvegi, sem þeir Bach, Haydn og Mozart höfðu und-
irbúið, þá fær engum dulist, að hér er eitthvað nýtt, ó-
venjulegt að skapast. »Eftir Mozarts-Haydns-sólskin
kemur uppreisnin franska í verkum Beethovens«. Regl-
ur, sem áður hafa tíðkast um byggingu tónsmíða, brýt-
ur hann um þvert. »Þetta er ekki leyfilegt«, segja
meistararnir gömlu. »Svo, hver hefur bannað það«, seg-
ir hinn ungi Beethoven, og augun skjóta eldingum.
»Það hafa allir hljómfræðingar bannað«, svara gömlu
meistararnir. »Þá leyfi eg það«, segir Beethoven, eins
og honum væri alt vald gefið í þeim efnum. Þegar hann
las blaðadóma, þar sem kvartað var yfir því, að hljóm-
list hans gengi meir á höfðinu en fótunum, néri hann