Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 129
123
hendur sínar og sagði: »Þeir átta sig ekki á þessu, af
því að það stendur ekki í bókunum þeirra«.
En í hverju eru tónverk Beethovens frábrugðin því,
sem áður hefur heyrst? Honum er listin annað og meira
en fagur leikur með tóna og samhljóma, eins og oft
brennur við hjá Mozart. Hann yrkir af innri þörf.
»Það, sem eg ber í brjósti, brýst um og heimtar að fá
framrás«, var hann vanur að segja. »Ljóðskáldið setur
það fram í orðum, hjá mér verða það tónar. Það þýtur
og hljómar inni fyrir, þar til það er komið í nótur á
pappírinn«. Oft er það uppreisnarhugur hans, sem
»heimtar framrás«, tónar hans eru stundum eins og
löðrungar, sem hugur fylgir. Hann skilur, að ekkert
listaverk varir — hvert, sem viðfangsefnið er — nema
í því vaki hugsjón, er gefi því líf og liti. Enda er eng-
inn sá strengur hjarta eða hugar, er ekki finnur berg-
mál í skáldskap Beethovens, frá dýpstu örvænting til
hæsta fagnaðar, stæltustu einbeitni eða þverúð til
mýkstu mildi. í því, sem frá hans hendi kemur, er gróð-
urmagn og dirfska granarinnar, sem teygir upp al-
laufgaðan kollinn, þótt snjórinn liggi enn eins og farg
á neðstu greinunum. Með Beethoven berumst við inn á
nýja öld og inn í nýtt land um leið. Þar ræður ný stefna
í hljómlistinni. — Beethoven hefur rutt henni veg og
rétt henni veldissprotann. í kjölfar hans siglir hvert
tónskáldið á fætur öðru. Það er glæst, ljómandi för.
Seint munu tónverk Beethovens fyrnast. Til þess eru
þau of dýru verði keypt. Heilbrigði og hamingju lagði
höfundurinn í sölurnar fyrir þau. Líf þeirra hefur
hann keypt fyrir sitt eigið líf. Þau eru skrifuð með
blóði.
Hér er þarflaust að þylja nöfnin á tónsmíðum þess-
um. Það yrði líka of langt mál. Þær helstu mætti þó
nefna. Alkunnugt af meiri verkunum mun Cís-möllsón-