Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 130
124
atan vera. Hefur það verið takmark allra snjallra pí-
anoleikara, að geta flutt hana af dýpstum skilningi.
Sónatan er sögð vera ástarsaga Beethovens, og hefur
hún verið nefnd Tunglskinssónatan vegna þess, að fyrri
hluti hennar vekur undurmildan hugbiæ og bjartan.
En síðar breytist hún í náklukkuhljóm, því að stúlkan,
sem Beethoven elskaði, sveik hann í trygðum. Hann
reynir í harmi sínum og ofsa, að rífa ástartilfinningar
sínar upp með rótum og ausa þær moldu haturs og fyr-
irlitningar. En ástardraum sinn fær hann ekki grafið,
því að hann er greyptur innsigli eilífs hreinleika og
fegurðar. Um hann leikur ljóminn af ljósþrá mann-
anna, blíður og hreinn eins og birta mánans.
Hátíðamessan (Missa Solemnis) er trúarlegs efnis og
var 3 ár í smíðum. Skáldið taldi það sitt fullkomnasta
verk og skrifaði á handritið: »Frá hjartanu — mætti
það aftur finna leið til hjartans«. í þessu ávarpi er auð-
mýkt, sem okkur finst ekki lík Beethoven, en hún er
sprottin af heilum hug. í þessu tónverki ber hann trú-
arjátningu sína fram fyrir mennina, og trúin er hon-
um hjartans mál. Þrátt fyrir það, að hann er alinn upp
í katólskri trú, er hann mjög frjálslyndur í þeim efn-
um. Hann trúir ekki kennisetningum kirkjunnar. »Guð
er ósýnilegur, en við þekkjum hann af verkum hans«,
segir Beethoven. Og hann bætir við: »Sín helgustu boð-
orð hefur hann skrifað á stjörnuhimininn yfir okkur og
í okkar eigin hjörtu«.
f níundu og síðustu symfoníu sinni ljær Beethoven
fulltingi sitt óði til gleðinnar eftir Schiller. Kvæði þetta
hét í fyrstu Til frelsis, og mun sá titill hafa verið Beet-
hoven mjög að skapi. Sú gleði, sem þeir Schiller og
Beethoven tilbiðja í sameiningu, er ávöxtur frelsis,
jafnréttis og bræðralags. Það er gleðin, sem á að
drottna á jörðunni, þegar allir menn verða bræður. Sú