Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 132
Nokkur orð um Laugaskóla
og framtíðarmál hans.
Okkur, sem að Laugaskóla stöndum, hefur orðið það
fagnaðarefni, að skólanum hefur verið veitt mikil at-
hygli. En ljóst er okkur það, að meira er það vegna
þess, sem er að verða, heldur en þess sem orðið er. Enn
bregður það, sem er að verða, mestum svip á skólann,
bæði hið ytra um húsakynni og umhverfi, og hið innra
um skipulag og kenslu. Því skiftir það skólann mestu,
að geta gert sér ljósa og rétta grein fyrir, hvert vöxtur
hans á að stefna og þar næst að eignast vinarhug sem
flestra góðra manna — og stuðning, sem bygður er á
skilningi á stefnu hans og framtíðarætlunum. Með
þetta hvorttveggja fyrir augum er þessi grein rituð. Er
og sú sérstaka ástæða til, að rödd heyrist frá skólanum
sjálfum um ætlanir hans, að hann hefur borið allvíða
niður, og óvíst er, að ýmsir góðvinir, sem fjær standa
starfi hans, geti gert sér fulla grein fyrir sambandinu
þar á milli.
Þegar rætt er um fi*amtíðarætlanir skólans, má það
aldrei gleymast, að hann á að vera stofnun, sem grær á
náttúrlegan hátt. Því er ekki hægt að teikna framtíð-
armynd af skólanum, sem allur vöxtur hans er miðað-
ur við. Það er enn fjarlægara, af því að skólinn vill leit-
ast við, að vera í sem fylstu samræmi við það besta í