Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 133
127
þjóðlífi okkar, bæði sem leiðandi stofnun og samfeldur
þáttur. Eins og vel er kunnugt, er þjóðlífið nú að taka
mjög örum breytingum. Og þótt því fari fjarri, að skól-
inn telji þær allar hollar, verður þó að taka fult tillit
til þeirra.
Af því, sem skólinn hefur þegar fengið, hefur her-
bergjahitunin og sundlaugin vafalaust dregið athygli
flestra að honum. Hvorttveggja er mjög mikils virði,
en þó getur hvorugt gefið honinn það gildi, sem ham;
getur bygt framtíð sína á til þrautar, nema fleira komi
til. Þess verður heldur ekki langt að bíða, að jafngóð
herbergjahitun verður talin sjáfsagt mál við alla skóla,
og ekki mun Laugaskóli lengi eiga einu yfirbygðu sund-
laugina á landinu.
í annan stað má gera sér allmiklar vonir um, að þátt-
taka nemenda í að byggja upp heimilislíf skólans geti
gefið honum gildi, sem verður varanlegt. Fjárhagslega
hefur það reynst skólanum mikil stoð, þótt aldrei hafi
verið reynt að meta það til fjár. Hitt skiftir þó miklu
meiru, að einmitt þetta virðist hafa gert skólann nem-
endum kærari, og það hefur sett svip á skólalífið alt,
þannig að' bæði skólinn og nemendurnir hafa hagn-
ast af. Síðast liðinn vetur hygg eg, að þetta hafi verið
sterkasti þáttur skólans. Að öðru leyti skal um þetta
efni vísað til ræðanna við skólasetningu og skólavist,
sem birtar eru hér í ritinu. Enda er hér fremur um að
ræða vakandi alúð af nemenda hálfu en nýtt skipulag,
er markar skólanum stefnu.
Svo mjög sem það skiftir máli, hvernig tekst að
byggja upp heimilislíf skólans, er það engu síður aug-
ljóst mál, að framtíð hans hlýtur aðallega að velta á
starfi hans: náminu og kenslunni.
Það er almenn trú, að gildi skólastarfsins velti eink-
um á þekkingu og atgerfi kennaranna. Auðvitað er það