Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 135
129
Eitt af því, sem skólanum er allra nauðsynlegast, til
að geta veitt nemendum aðstöðu til sjálfstæðs náms, er
gott bókasafn. Það eru vafalaust mestu tíðindin í sögu
skólans á árinu, næst eftir skólastarfinu sjálfu, hvemig
úr hefur rætst með það.
Skólinn hefur nú með vorinu fengið heim til sín tvö
allmikil bókasöfn. Annað þeirra er bókasafn Þórarins
heitins Jónssonar á Halldórsstöðum í Laxárdal. Það
safn gaf Háskóli íslands samkvæmt tillögum sýslu-
mannsins í Þingeyjarsýslu, Júlíusar Havsteen. Skólinn
er mjög þakklátur fyrir þá gjöf, bæði af því, að þetta er
minning um merkilegan Þingeying, og að í safninu er
stórmikill fengur. Verðmesti þáttur þess er erlend
skáldrit — flest á dönsku máli. En einnig er í safninu
allmikið íslenskra bóka, og sumar fágætar og merki-
legar.
Hitt safnið er þó bæði stærra og' verðmeira. Það var
keypt af Jónasi Sveinssyni fyrv. bókaverði á Akureyri
og kostaði 5 þúsund krónur. I því safni em velflest ís-
lensk tímarit og sagnrit frá upphafi, allmargt íslenskra
skáldrita, og flest það, sem ritað hefur verið á íslensku
um sögu þjóðarinnar og bókmentir. Því nær allar bæk-
urnar em í prýðilegu bandi.
Með þeim bókakosti, sem skólinn átti áður, hefur
hann nú eignast mjög góðan stofn í fullkomið bókasafn
í íslenskum fræðvun. Er því stórum bætt aðstaðan, til
að stunda þjóðleg fræði við skólann, eigi aðeins fyrir
byrjendur, heldur líka fyrir þá, sem vel em áleiðis
komnir. Ef önnur skilyrði væru fyrir höndum jafngóð,
þá mundi hvorttveggja, að þeir, er þau fræði vilja
stunda í eldri deild, mundu hætta að einskorða nám sitt
við einn vetur, heldur mundu viðfangsefni og aðrar á-
stæður ráða um lengd námstímans, og svo mundu ýmsir
9