Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 138
132
hugsandi annað, en alþingi sjái sig um hönd í þessu
máli, enda skilur mikill hluti þingmanna gildi þess og
þörf nú þegar. Má því bráðlega vænta góðra tíðinda um
þetta mál.
Þá er alkunnugt mál, að gerð hefur verið tilraun til
að koma því áleiðis, að stofnaður yrði íþróttaskóli í ná-
grenni Laugaskóla og í sambandi við hann. í fljótu
bragði mætti virðast, að það mál væri fjarskylt þeim
málum, sem um hefur verið rætt hér að framan. En frá
sjónarmiði skólans er það hliðstætt. Alt eni þetta sjálf-
stæðar greinar á einum meginstofni, sem er eldri deild
skólans. íþróttaskólamálið hefur fengið stuðning úr
tveimur áttum, auk þess sem forráðamenn skólans hafa
að því hlynt. Ungmennafélögin í Þingeyjarsýslu hafa
heitið því stuðningi sínum eins og eðlilegt er. fþrótta-
málið er eitt megináhugamál þeirra. Að vísu viku þau
því máli dálítið til hliðar meðan stofnun Laugaskóla var
í undirbúningi, af því að þar þurftu félögin á öllum
kröftum sínum að taka. En nú hafa þau tekið íþrótta-
málið upp með auknum þrótti. Og þá er það ekki nema
eðlilegt, að þeim verði litið til skólans með það mál í
huga. Þó hefur málinu komið enn meiri styrkur úr ann-
ari átt. Björn Jakobsson frá Narfastöðum, fimleika-
kennari í Reykjavík, hefur boðið að setja íþróttaskól-
ann á stofn með stuðningi ungmennafélaganna og skól-
ans, ef hann getur fengið að halda þeim launum, sem
hann hefur nú hjá ríkinu sem íþróttakennari í Reykja-
vík. Laugaskóli stendur í fæðingarsveit Bjarnar, og
það er æskudraumur hans að stofna íþróttaskóla heima
í sveit sinni eða héraði. Næst síðasta alþingi synjaði
honum um þetta, en þó hafði málið svo mikinn byr á
þinginu, að á einu atkvæði valt með úrslitin, enda verð-
ur málið tekið upp þangað til það vinst. Þegar íþrótta-
skólinn kemst upp, fær sundlaugin á Laugum aukið