Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 139
133
uppeldislegt gildi, enda mundi hún þá mjög auka í-
þróttaskólanum gildi um leið.
Búast má við, að ýmsum þyki þetta alt fulldjarfir
draumar um vöxt og aukningu skólans í næstu bráð,
enda kreppir nú mjög að honum á tvær hliðar: um
húsakynni og fjárhag.
Húsakynni skólans eru alt of lítil eins og nú er kom-
ið, þótt starf hans sé ekkert aukið. Enginn heimavist-
arskóli hér á landi jafn stór hefur jafn lítil húsakynni,
og jafnvel miklu fámfennari skólar hafa miklu meiri
húsakynni. Skólinn var bygður fyrir tvær litlar kenn-
arafjölskyldur og 36—40 nemendur. En nú eru kenn-
arar 5 og nemendur yfir 60. Þetta hefur getað bjargast,
af því að skilyrði eru að ýmsu leyti mjög góð, og kenn-
ararnir hafa látið sér nægja miklu minni húsakynni en
annars er títt, jafnvel deilt herberjum með nemendum.
En augljóst mál er það, að þessu hafa fylgt margvís-
leg óþægindi, og þetta gæti alls ekki átt sér stað nema
með sérstaklega góðri sambúð allra. Mest koma
þrengslin að sök þeim, er sérnám stunda. Mönnum
verður fyrst ljóst, hvílík þrekvirki bestu prófritgerðir
nemendanna eru, þegar þess er gætt, að þær eru gerðar
á 5 eða 6 manna stofum, þar sem hver húsráðandi getur
átt von á gesti oft á dag. Reynt hefur verið að bæta úr
þessu lítilsháttar með því, að kennararnir hafa stund-
um veitt þeim, er mest höfðu að vinna, athvarf hjá sér.
En það athvarf verður þó venjulega harla lítið, þar sem
kennarinn býr við sömu kjörin sjálfur. En það hefur
orðið að meira gagni, að kenslustofurnar hafa verið
notaðar sem lestrarstofur vissa tíma á dag, og gilda þar
þá sömu reglur og á lestrarsal í bókasafni.
Líklega mun einhverjum detta í hug, að til hafi ver-
ið mjög einfalt ráð, til þess að komast hjá þessum ó-
L