Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 140
134
þægindum: að taka nógu fáa nemendur. En að þessu
hefur fjárveitingarvald ríkisins búið svo að skólanum,
að honum hefur verið það lífsnauðsyn fjárhagsins
vegna, að hafa þenna nemendafjölda. Um fjármálin
verður rætt síðar, en þess skal getið nú þegar, að ekki
munu forráðamenn skólans óska eftir, að nemendum
fjölgi úr því sem orðið er. En það þarf að gefa kennur-
um og nemendum skólans betri skilyrði til starfa. Auk
þrengslanna í íbúðunum, sem þegar hefur verið gerð
grein fyrir, eru kenslustofurnar heldur ekki fullnægj-
andi eins og nú er. Síðast liðinn vetur var allmikið kent
í borðstofunni og líka á herbergjum kennara og nem-
enda, og er hvorugt þægilegt. Það kom líka að sök á
síðast liðnum vetri, að hvorug skólastofan var svo stór,
að hægt væri að hafa þar sameiginlegar kenslustundir
fyrir alla nemendur. Ef kenslan í eldri deild á að verða
eitthvað fjölþættari en nú er, verður ekki hjá því kom-
ist, að bæta við kenslustofu, og þyrfti hún að vera svo
stór, að hún gæti verið aðal fyrirlestrasalur skólans um
leið.
Það sem bæta þarf við húsakost skólans í næstu bráð
er þetta þrent:
1. Það þarf að byggja ofan á sundlaugina (sem er á-
föst austurgafli hússins) á haganlegan hátt. Þar má
koma fyrir stórri kenslustofu, sem þá getur líka orðið
samkomu og fyrirlestrasalur skólans, stórri smíðastofu
og 7 íbúðarherbergjum. Tvö af þeim herbergjum þarf
að taka undir söfn skólans. En þau söfn hafa að þessu
verið geymd í íbúðum kennaranna, sem er óþolandi fyr-
ir kennarana og þó verra fyrir söfnin. Hið ytra yrði
þessi bygging skólanum til hinnar mestu prýði. Með
henni er skólahúsið fyrst komið upp eins og það hefur
frá upphafi átt að vera fullbygt, samræmt í stíl með