Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 141
135
þrjár »bæjarbustir« móti suðri. Áætlað er, að þessi
bygging kosti um 20 þúsund krónur fullgerð.
2. Sérstakt hús handa húsmæðradeildinni. Áætlað er
að það muni kosta 28 þúsund krónur.
3. Leikfimishús. Það mundu alþýðuskólinn og íþrótta-
skólinn að sjálfsögðu eiga í sameiningu.
Engum þarf að vera það undrunarefni, þó að skólinn
beri þröngan skó á fæti fjárhagslega skoðað. Samt má
telja allvel séð fyrir þeim stofnkostnaði, sem orðinn er.
En mjög verður örðugt að bæta við húsakynni skólans,
nema ríkið verði örlátara við hann, en hingað til hefur
verið. Og fylsta sanngirnismál er það, að ríkið leggi
fram heiming stofnkostnaðar og jafnvel % í staðinn
fyrir % eins og nú er. Ríkið kostar byggingu heima-
vistarskóla fyrir börn að hálfu, og sitja þó skólahéruð-
in ein að þeim skólum,. En við því má búast um Lauga-
skóla, að þar verði altaf meir en helmingur nemenda
utan héraðs, víðsvegar af landinu. Þingeyingar hafa að
þessu verið mjög afskiftir um skóla. Vafalaust hafa
engir lagt eins mikið á sig til að koma upp myndarleg-
um skóla fyrir sig og samlanda sína eins og þeir. Það
er naumast rétt að láta þá gjalda þessa hvorstveggja
lengi.
Þó kreppir í rauninni enn meii’a að skólanum um
rekstursfé. í fyrra fékk skólinn 10 /2 þúsund krónur
frá ríkinu til reksturs. Eiðaskóli, sem er ríkisskóli, fékk
yfir 20 þúsund krónur til reksturs og hafði þó 1 kenn-
ara og 20 nemendum færra. Það er ofurlítil smámynd
af því, hvað sumir menn geta verið ósvífnir, að sá af
þingmönnum íhaldsflokksins, sem mest hefur rnn skól-
ann talað, hefur á tveimur síðustu þingum borið það
fram gegn stuðningi við skólann, að f jármál hans væru
í óreiðu. Fyrst er skólanum gert alt of örðugt fyrir með