Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 142
136
of lítlum fjármunalegum stuðningi, og svo eru honum
gefnir örðugleikarnir að sök, og með þeim rökum á að
varna honum vaxtar ogþrengja kosti hans. í fyrra tókst
skólanum samt að komast hjá reksturshalla, en þó með
því eina móti, að kennararnir gáfu eftir af umsömdum
launum sínum, það sem til þess þurfti, og hirðing á
húsi skólans og eignum var minni en vera þurfti.
Öllum má vera það ljóst mál, að því meira kapp, sem
lagt er á við kensluna að fullnægja einstaklingsþörf
nemenda, því meira verður starf kennaranna og kensl-
an dýrari. Gegn þessu getur skólinn lagt sinn ágæta
hita, sem hann fær beint úr skauti náttúrunnar, skóla-
gjöld og störf nemenda sinna, og svo ef ketinararnir
vilja eitthvað á sig taka. Annars er það um skólagjöld-
in að segja, að þeim verður að létta af herðum nem-
endanna, a. m. k. þeirra fátækari.
Skiljanlegt er það að vísu, að ríkið hyki við, að bera
allan kostnað af skóla, sem er að þreifa fyrir sér um
nýja vegi í uppeldismálum og vill hafa til þess sem
frjálsastar hendur. En gæta má þess þó jafnframt, að
allur fjáimunalegur stuðningur ríkisins við skólann er
bundinn því skilyrði, að hann starfi samkvæmt reglu-
gerð, sem samþykt er af fræðslumálastjórninni. Ríkið
hefur því ekki svo lítinn íhlutunarrétt um skólann, ef
það vill eða þarf að beita þeim rétti. Og f jarstætt er að
láta skóla gjalda þess, að þeir leita að nýjum úrlausn-
um, ef líkur eru til, að þeir muni finna betri úrlausnir
en áður eru fundnar. Hins eru þeir maklegir, að ríkið
láti þá njóta þess á einhvern hátt, ef þeim tekst í þeirri
leit að finna eitthvað, sem alment verðmæti hefur. Um
Laugaskóla er það að minsta kosti víst, að unga fólkið
væntir mikils af honum. Nú hafa honum borist yfir
130 umsóknir um skólavist n. k. vetur. Og fremur eru