Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 143
137
það meðmæli en hitt, að langflestar umsóknirnar eru úr
Þingeyjarsýslu, þar sem skólinn er best kunnur, og svo
þeim sveitum, sem hann hefur fengið nemendur áður.
Það hefur líka oft komið fallega í ljós, að nemendur
skólans vilja mikið fyrir hann gera. í fyrra stofnuðu
þeir Nemendasambandið, til að efla gengi hans, og
Ársritið til að auka áhrif hans. í ár gáfu þeir skólanum
vandað orgel og stofnuðu til nemendasjóðs handa
honum.
Um aðsóknina að skólanum, skal það fúslega viður-
kent, að hún getur að nokkru leyti stafað af nýunga-
girni manna, herbergjahitun skólans og sundlaug, og að
hún muni eitthvað þverra, er stundir líða fram. En
jafnframt skal á það bent, að hér er af miklu að taka,
og í annan stað er það ætíð háskalegt, séð frá sjónarhól
þeirra manna, sem vilja einhvern gróður og framför í
lífi þessarar þjóðar, að vilja ekki hlynna að, heldur
miklu fremur stöðva þann vöxt, sem líkur benda þó á,
að stefni í rétta átt. Og einmitt af þessum almennu á-
stæðum vænti eg þess fastlega, að fjárveitingavald rík-
isins verði skólanum vinveittara hér eftir, en hingað til
hefur verið, og að það hafi hann eigi framvegis að oln-
bogabarni.
— Enn skal hér minst á eitt mál, þó að dálítið liggi
það til hliðar því, sem um hefur verið rætt hér að fram-
an. Meðal margs annars, sem skólinn hefur orðið að
vera án að þessu er raflýsing. En í sumar reið um garð
maður, sem gaf honum mikil og góð fyrirheit um það
efni, Bjarni Runólfsson í Hólmi. Bjami taldi mjög
góða aðstöðu til að fá kappnóga orku til rafmagnsfram-
leiðslu handa skólanum, bæði til ljósa og suðu, í ánni,
sem fram hjá honum rennur. Ef þetta reynist rétt —
og Bjarna Runólfssyni hefur reynst gott að treysta —