Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 146
140
á S.andi í Aðaldal. Anna Guðmundsdóttir hefur verið
iengst síðan hún fór frá Laugum á Skarði í Dalsmynni.
Á venslafólk þar í Dalsmynninu. Jón Bjanuison fór til
Danmerkur á s. 1. hausti. Hefur unnið á búgarði á Sjá-
landi. Utanáskrift hans er Vrangstrupgaard pr. Vrang-
strup. Munið að útlögunum kemur vel að fá bréf heim-
an frá kunningjunum! Ragnar Þorsteinsson stundaði
nám í öðrum bekk kennaraskólans s. 1. vetur, en er
heima á Eskif. í sumar. Sigrún Ingólfsdóttir dvaldi ut-
anlands s. 1. ár. Var fyrst 6 mánuði við húsmæðranám í
lands s. 1. ár. Var fyrst 6 mánuði við húsmæðranám í
Tarna í Svíþjóð, síðan 5 mán. í lýðháskólanum í Voss í
Noregi. Kom í vor heim í Fjósatungu. Lætur vel af för-
inni, en best af því að koma heim. Þóroddur Guðmunds-
son var heima á Sandi í fyrra sumar, bókbindari í
Laugaskóla í vetur, í Gróðrarstöðinni í Reykjavík í vor
og sumar en ætlar með haustinu utan til garðyrkju-
náms. Var formaður Sambands þingeyskra ungmenna-
félaga s. 1. ár.
Um stúlkurnar, sem voru í matreiðsludeildinni í
fyrra, þá var Kristbjörg á Laugum í eldri deild s. I. vet-
ur, en er nú í sumar í Fjósatungu. Hinar eru allar
heima.
Þá er um nemendur, sem voru í yngri deild í fyrra og
ekki komu aftur s. 1. vetur. Af þeim vofu heirna Anna
Guttormsdóttir, Gvörún Jóhannesdóttir, Helga Methu
salemsdóttir, Sigfríður Jónsdóttir, Sigurður Jónsson,
Valdimar Knstjánsson og Þórhallur Guðnason, Jón
Jóhannsson og Páll H. Jónsson. En Páll hefur nú ásamt
fósturforeldrum sínum flutt að Mýri í Bárðardal, þar
sem foreldrar hans búa. Hann hefur haft aðkenning að
brjósthimnubólgu og treysti sér því ekki til að halda
náminu áfram á Laugum, en heilsan er nú með besta
móti í sumar. Jón Jóhannsson hefur sótt um skólavist í