Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 148
Arsritið.
Því miður verður það að bíða næsta árs, að birta
reikning yfir útgáfukostnað ritsins s. 1. ár, og stafar
það af því, að ekki var hugsað um það í tíma. En vegna
þeirra, sem áhuga kunna að hafa á þessmn málum, skal
þess getið, að reikningur yfir prentun, pappír, kápu og
innheftingu nam 1052 krónum og útsendingin milli 40
og 50 krónum. Innkomnar tekjur eru 840 kr. og 70—
80 krónur eiga áskrifendur ógreitt. Þó að ritið sé þrem-
ur örkum stærra í ár, verður útgáfukostnaður heldur
minni. Með því að ritstjóri taki ekkert fyrir starf sitt,
getur það borið útgáfukostnaðinn, ef því bætast 100
skilvísir kaupendur. En vegna erfiðs fjárhags ritsins,
verður enn í ár níðst á félagsmönnum Nemendasam-
bandsins og öðrum áskrifendum og þeim reiknað ritið
sama verði og öðrum, verður þeim sent það gegn póst-
kröfu. Eru á þann hátt trygð betri skil bæði á ritinu og
andvirðinu.
Búist er við að halda ritinu í sama horfi næsta ár,
en þar á eftir verður fundur Nemendasambandsins
1929 að taka ályktanir um framtíð þess. Vænt þykir
mér um, að sem flestir kaupendur skrifi mér, hvernig
þeim geðjast ritið, og hvernig þeir óska eftir, að því sé
hagað eftirleiðis. Verður reynt að færa sér hverja góða
tillögu í nyt. Frá minni hendi verður birt í næsta riti