Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 154
148
6. Sig-urbjörg Sigurjónsdóttir á Litlulaugum, S.-Þing. (enska).
7. Þóroddur Guðmundsson á Sandi, S.-Þing. (þýska).
Ennfremur lærðu 8 menn sund við skólann, hálfan mánuð
hver.
Alls stunduðu nám í skólanum 27 nemendur í eldri deild, 38
nemendur í yngri deild, samtals 65 reglulegir nemendur. Auk
þess nutu 6 óreglulegir nemendur þar kenslu mikinn hluta vetr-
ar og 9 um stuttan tíma.
Af reglulegu nemendunum komu nr. 6 í eldri deild og nr. 9 í
yngri deild ekki fyr en um nýár, nr. 4 í e. d. hætti námi fyrri
part vetrar, og nr. 36 í yngri deild var ekki nema hálfan vetur-
inn í skólanum. Nr. 19 í e. d. tók ekki próf sökum veikinda, nr.
13 í sömu deild fékk lausn frá prófi í aukanámsgreinum, til þess
að geta notað skólatímann til hlítar við aðalnám sitt, nr. 5 í
sömu deild fékk einnig lausn frá prófi í sumum aukanámsgrein-
um sínum, til þess að geta búið sig undir ferð til Svíþjóðar til
náms. Nr. 31 í y. d. fékk ennfremur lausn frá prófi án þess að
sérstakar ástæður væru til.
Kennarar skólans voru:
Amór Sigurjónsson (skólastjóri).
Konráð Erlendsson (1. kennari).
Helga Kristjánsdóttir (2. kennari).
Árný Filippusdóttir (aukakennari).
Þóhallur Bjömsson (aukakennari).
Guðfinna Jónsdóttir (tímakennari).
Arnór kendi íslenska bókmentasögu og málfræði og íslands-
sögu í báðum deildum og mannkynssögu í eldri deild. Konráð
kendi reiking, landafræði, dýrafræði og heilsufræði í báðum
deildum, og auk þess kendi hann dönsku í tveimur flokkum.
Helga kendi upplestur, ensku alla og dönsku einum flokki. Þór-
hallur kendi smíði, sund og teikningu að nokkru. Árný kendi
sauma, dönsku einum flokki og teikningu að nokkru. Guðfinna
kendi söng.