Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 155
149
Kenslunni var pannig hagað:
I. Yngri deild.
1 yngri deild var nemendum skylt að taka þátt í öllum náms-
greinum, nema ensku og dönsku. Allir nemendur nema einn tóku
þátt í öðru hvoru því máli, en aðeins einn í báðum. Kent var í
hverri námsgrein:
1 s 1 e n s k a.
Lesin málfræði Benedikts Björnssonar. Greiningaræfingar í
hverjum tíma, og auk þess gerðir greiningarstílar síðari hluta
vetrar milli kenslustunda. Ennfremur lesin Egilssaga og Lax-
dælasaga og rætt um í kenslustundunum. Einnig rætt um þessa
höfunda síðustu tíma: Þorgils Gjallanda, St. G. St. og Guðmund
Friðjónsson og allmikið lesið eftir þá. Upplestur og stílar. Alls
7 kenslustundir í viku.
lslandssaga.
Fyrirlestrar 3 kenslustundir í viku og samtöl 2 kenslustundir.
Nemendur lásu jöfnum höndum íslandssögu e. Jón Aðils og ís-
landssögu e. Jónas Jónsson.
Landafræði.
Lesin Lýsing íslands e. Þorvald Thoroddsen, öll bókin, enn-
fremur Landafræði Karls Finnbogasonar að undanskildum kafl-
anum um fsland aftur að Frakklandi. Kend 3 stundir í viku.
Heilsufræði.
Lesin kenslubók í Líkams og heilsufræði eftir Ásgeir Blöndal.
Kenslan annars mest munnleg frásögn kennarans. Kend fyrri
hluta vetrar 4 stundir í viku, en er heilsufræðinni var lokið, var
kend
Dýrafræði
síðari hluta vetrarins 4 stundir í viku. Kenslan mest fyrirlestr-
ar, en nemendur lásu þó Dýrafræði e. Bjama Sæmundsson ,(aft-
ur að fiskar).
Keikningur.
Farið yfir Reikningsbók Ólafs Daníelssonar aftur að jöfnum.
Kent í tveimur flokkum, 3 stundir í viku í hverjum.