Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 156
150
Teikning.
Kend einföldustu grundvallaratriði fríhendisteikningar og ein-
faldir hlutir teiknaðir með blýant , 2 stundir í viku.
S m í ð i.
Piltunum í deildinni skift í 5 flokka og smíðaði hver flokkur
2 stundir í viku. Smíðuð voru húsgögn fyrir skólann, borð, rúm-
stæði, bókahillur, skáphurðir o. fl.
S a u m a r.
Stúlkunum kent að bæta föt, kjólasaumur og útsaumur. Tvær
kenslustundir í viku, en auk þess mjög mikið saumað undir hand-
leiðslu kennarans 2>utan kenslustundac.
S un d.
Kensla 3 stundir í viku auk kenslu þeirra, er höfðu sund og
sundkenslu sem aðalnám. Allir lærðu sund að einum undantekn-
um, er ekki mátti synda vegna lasleika. Sundnemum skift í
flokka, 6—7 í hverjum flokki.
D a n s k a.
Kent í tveimur flokkum. 1. flokkur (byrjendur) las kenslubók
í dönsku eftir Jón Ófeigsson og Jóhannes Sigfússon 1. hefti. 2.
flokkur las sömu bók 2. hefti. Talæfingar og munnleg þýðing á
dönsku. 1 stíll í viku. Þrjár kenslustundir í viku fyrir hvern
flokk.
E n s k a.
Lesið English Reading made Easy by W. A. Craige, ásamt
fylgiriti Snæbjarnar Jónssonar, Kenslubók í ensku — I. bók öll
og helmingur af hvorri II. og III. bók. Þrjár kenslustundir í viku.
II. Eldri deild.
1 eldri deild völdu nemendur sér aðalnám, og er leið á veturinn
kjörsvið á þeirri námsgrein. Var mest rælct við það lögð og vand-
að til verkefna, sem nemendur skiluðu. Sem aðalnámsgrein völdu
7 íslenskar bókmentir, 1 íslenska málfræði, 1 sögu, 6 smíði 6
sauma, 2 sund, 1 útlend mál, en 2 völdu enga aðalnámsgrein.
Skydunám ekki annað en íslenska.
Þessar námsgreinar voru kendar;