Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 157
151
1 s 1 e n s k a.
Málfræði og stílar 3 klst. í viku. Málfræði Benedikts Björns-
sonar hraðlesin (endurlestur), síðan lesið »Ágrip af setningar-
fræði og greinarmerkjafræðk eftir Freystein Gunnarsson. Með
bókmentasögukenslunni var lesið Egils saga og Laxdæla saga,
Höfuðlausn, Sonartorrek, Arinbjamarkviða, Völsungakviða hin
forna, Guðrúnarkviða I. og Lestrarbók Sigurðar Nordals bls. 1—
245. 4 stundir í viku. Öll íslenskukensla í e. d. 7 stundir í viku.
íslandssaga.
Þrír fyrirlestrar í viku og rakin saga þjóðarinnar fram á síð-
ustu daga. Nemendur lásu Islandssögu Jóns Aðils til hliðsjónar.
Mannkynssaga.
Fyrirlestrar og samtöl um félagsmálasögu 19. aldar. Höfð
hliðsjón af Schöth og Lange: Lærebog i Verdenshistorie II. Þrjár
stundir í viku.
Landafræði.
Fyrirlestrar og samtöl um útálfumar og jarðeðlisfræði. Hlið-
sjón höfð af Landafræði Karls Finnbogasonar. 2 stundir í viku.
Heilsufræði.
Fyrirlestrar og samtöl um heilsufræði fyrri hluta vetrarins, 3
stundir í viku. Síðari hluta vetrarins kend
Dýrafræði.
Á sama hátt 3 stundir í viku. Kent um spendýrin.
Reikningur.
Lesin Reikningsbók e. Ólaf Daníelsson, öll bókin. Fyrri hlut-
inn, aftur að jöfnum hraðlesinn (enduriestur).
Teikning.
Kend fríhendisteikning.
S m í ð i.
Nemendur smíðuðu nær eingöngu fyrir sjálfa sig. Áttu þeir
kost á að smíða, þegar ekki var smíðakensla í yngri deild, og
þeir voru sjálfir ekki bundnir við annað nám. Geta má þess, að
skólinn fékk til eignar prófsmið þriggja nemenda, er höfðu smíði