Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 159
153
Próf.
Prófdómendur voru Hermann Hjartarson prestur á Skútustöð-
um og Björn Jóhannsson bóndi á Skuggabjörgum. Prófið fór
fram 11.—13. og 19.—21. apríl.
1 yngri deild var prófið skriflegt í reikningi og í íslensku lögðu
nemendur fram stíla, er þeir höfðu gert um veturinn. Að öðru
leyti var prófið munnlegt í þeirri deild.
1 eldri deild var prófið skriflegt nema í málunum að nokkru
leyti. 1 næstu opnu er skýrsla um próf eldri deildamemenda og
þátttöku í námsgreinum yfir veturinn. Þátttaka merkt með x á
töflunni. Ág. _ ágæt úrlausn, m. g. = mjög góð, g. = góð, sl.
= sæmilega góð, v. = viðunandi, lél. = léleg úrlausn.
Söfn skólans og kensludhöld.
Kensluáhöld skólans hafa að þessu sinni lítið aukist, en aðal-
áherslan verið lögð á að efla bókasafnið. Skólinn hélt að þessu
sinni bókbindara allan veturinn. Nemendur og kennarar keyptu
til safnsins bækur fyrir rúml. 700 krónur. Þá hefur skólanum
verið gefið allmikið af bókum, en langmesta bókagjöfin er bóka-
safn Þórarins Jónssonar á Halldórsstöðum, er Háskóli íslands
gaf. Að lokum skal þess getið, að í skólalokin var keypt og flutt
heim vandað bókasafn, er Jónas Sveinsson fyrv. bókavörður á
Akureyri átti áður. Alls hefur skólanum bætst á árinu um 1500
bindi bóka, en á þessu skólaári hefur aðeins minni hluti þess
getað komið að gagni. Bækur skólans eru að langmestu leyti ís-
lenskar bækur, enda má svo telja, að skólinn eigi nú mjög gott
bókasafn í íslenskum fræðum.
Skólalif og heimilishæitir.
Mötuneyti og þjónustubrögð vorn sameiginleg með öllum, sem
í skólahúsinu bjuggu, og auk þess voru 8 piltar, er bjuggu á
Litlulaugum, í mötuneytinu. Voru 82 menn í heimili lengstan
tíma vetrar. Tveir nemendur, systur á Litlulaugum, voru ekki í
mötuneytinu. Skólafólkið sá sjálft um alla ræstingu á skólahús-
inu undir stjóm Helgu Kristjánsdóttur. Sömuleiðis hafði það öll
þjónustubrögð á hendi undir stjórn Helgu Arngrímsdóttur.
»Ráðsmaður« og »ráðskona« voru kosin mánaðarlega af nem-