Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 162
156
enda hálfu, til aö taka þátt í stjóm á þessu hvorutveggja og
gæta þess, að heimilisreglum væri hlýtt. Kom sú daglega stjórn
að mjög miklu leyti á þeirra herðar. Forstöðu mötuneytisins
höfðu Solveig Ásmundsdóttir í Víðum, Vagn Sigtryggsson, vinnu-
maður Amórs Sigurjónssonar og Jóhann Gunnlaugsson, nem-
andi. Allur dagkostnaður nemenda (fæði, ljós, hiti, þjónusta) var
1.68 fyrir pilta og kr. 1.35 fyrir stúlkur, en yfir veturinn um 300
kr. fyrir pilta og tæpar 250 kr. fyrir stúlkur (lítið eitt mismun-
andi eftir fæðisdagafjölda nemenda). Fæðið var gott. Helstu
vörutegundir mötuneytisins voru (talið í kg.): fiskur nýr 250,
saltur 1600, harður 150, kindakjöt og nauta 1460, hrossakjöt
1345, mör 455, tólg 80, slátur úr 135 kindum og 2 nautgripum,
smjör 200, smjörlíki 270, nýmjólk 10740, skyr (súrt) 1700, kart-
öplur 4000, rófur 650, baunir 100, rúgmjöl 1900, hveiti 1750,
hafragrjón 850, rís 340, melís 450, mjölsykur 500, salt 300, kaffi
65, kol 6% tn., steinolía 10 föt.
1 skólanum starfaði ungmennafélag, og fer skýrsla þess hér á
ef tir:
>Félagið var endurreist 2. nóv. af Amóri Sigurjónssyni. Fé-
lagsmenn 67.
13 fundir voru haldnir á vetrinum. Tvö til þrjú mál rædd á
hverjum fundi, auk nokkurra spuminga, sem lagðar voru fyrir
félagsmenn og stundum spunnust umræður út af. Á öðrum hvor-
um fundi var lesið blað, sem félagið gaf út. Um útgáfu þess sá
5 manna nefnd, sean skift var um við hvert blað.
Félagið sá um skemtanir í skólanum. Á hverjum fundi voru
kosnir 3 menn, sem sáu um skemtanir á laugardagskvöldum og
sunnudagskvöldum til næsta fundar. Tvær skemtisamkomur hélt
félagið fyrir aðkomufólk. Á aðra þeirra bauð það umf. Geisla í
Aðaldal. Hin var almenn samkoma og seldur aðgangur. Aðal-
þáttur skemtimarinnar sjónleikur: »Tengdamanna«. Hagnaður
af samkomunni rann í orgelsjóð. Þeim sjóð var einnig aflað
tekna á fleiri vegu. 1 lok skólans afhenti ungmennafélagið skól-
anum gott orgel að gjöf. — Þrjú minningarkvöld hélt félagið til
minningar um þessa menn: Eggert Ólafsson, Jónas Hallgrímsson
og Hjálmar Jónsson í Bólu.
Félagið stofnaði xNemendasjóð Laugaskóla«.
Algjört vín og tóbaksbindindi var í félaginu, og auk þess
gekst það fyrir því, að allmargir félagsmenn gengu í kaffi-
bindindi.