Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 164
Reglur
fyrir matarfélag Laugaskóla.
1. gr. Sameiginlegt mötuneyti skal vera í skólanum hvern vetur.
Skal fyrir því séð, að það geti tekið til starfa minst þrem
dögum áður en skóli er settur að hausti, og starfa einn dag
eftir að skóla er sagt upp að vori, ef þörf krefur.
2. gr. Skyldir eru allir nemendur skólans að vera í matarfélag-
inu, nema skólastjóri veiti undanþágu. Jafnan skal að
minst kosti einn kennari vera í félaginu.
3. gr. Áður en skóla er slitið ár hvert, skulu þeir nemendur, er
ætla að verða í skólanum næsta vetur, ásamt þeim öðrum,
er í matarfélaginu ætla að verða, ráða einn mann, til að
veita næsta matarfélagi forstöðu og annan honum til að-
stoðar.
4. gr. Forstöðumaður matarfélagsins annast öll innkaup fyrir
félagið, og hefur hann einn rétt til að gera samninga fyrir
þess hönd. Hann sér um aðdrætti og allan undirbúning að
hausti, ræður starfsfólk eftir þörfum og sér um allar fram-
kvæmdir. Hann hefur á hendi reikningsfærslu félagsins,
færir bækur þess og annast allar fjárreiður.
5. gr. Skyldur er hver félagsmaður að aðstoða umsjónarmann
við störf hans, þegar sérstök þörf krefur.
6. gr. Laun fyrir umsjón matarfélagsins skulu vera sem svarar
fimm kr. fyrir hvern félaga, meðan verðlag er svipað og
nú er, og auk þess borgun fyrir haustvinnu eftir mati.
7. gr. Við komu sína í skólann skal hver félagsmaður greiða til
matarfélagsins gjald, er ætla má, að nemi mestum hluta
fæðiskostnaðar yfir veturinn. Skal það gjald fyrst um sinn
vera 300.00 kr. fyrir karla og 250.00 kr. fyrir konur, og
greiðist í peningum, nema öðruvísi semjist við umsjónar-