Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Qupperneq 12
10
eins ein, en eldavélin og tvær lokrekkjur afmarka
hornin þannig, að þau verða eins og sérstakir,
skemmtilegir afkimar. Loftinu yfir er aftur skift í
tvennt, og verður ekki um það sagt, að stórt sé skift.
Húsið er skemmtilegt vitni um, hvernig vel má fara
með lítið efni.
Einar fer ekki heim að Galtafelli til að vinna — til
þess er engin aðstaða — heldur til að hvílast og sækja
sér eld og anda til nýrra verka. Því að það verður
fyrst skilið, þegar komið er til hans heim að Galta-
felli, hversu mikið hann hefur haft þaðan í vegai'-
nestið. Ég held, að það þurfi engrar skýringar við,
að hann hefur byggt litla húsið sitt yfir básinn, þar
sem móðir hans sagði honum barninu sögur og æfin-
týri. Þó er nú ekki mjög margt af myndum hans þann
veg, að í fljótu bragði verði séð, að æfintýrin hafi orð-
ið efni þeirra. Þó mætti gjarna minnast í því sam-
bandi fyrstu myndarinnar, er sýnir ótvírætt, hvílíkur
listamaður hann er, myndarinnar af útilegumannin-
um. Það er íslenzka þjóðsagan sjálf, sem Einar hefur
mótað með þeirri mynd. Það andar líka af þjóðsög-
unni um Vökumanninn hans, Jólaengilinn og Glímuna.
Og Dögun, Ýmir og Auðumla, úr álögum, Skuld, I
tröllahöndum o. fl. er beinlýnis sótt inn í heima æfin-
týra og þjóðsagna.
Umhverfis húsið á Einar ofurlítinn garð, og svo á
hann Gyltuhlíð, þar sem hann átti sér flesta barna-
leikina. Það er ofurlítil brekka móti suðri neðst í
fellinu, sem bærinn er kenndur við.
Um kvöldið gekk Einar með mér inn með hlíðinni,
vesturhlíð Galtafellsins, og að lokum heim á túnið í
Hruna, en’ þangað var minni ferð heitið. Undir hlíð-
inni eru beitarhús, og á þau beitarhús gekk Einar í
æsku. Ein af myndunum hans heitir Leit. Á þeirri