Jólagjöfin - 24.12.1920, Page 38
36
Jólagjöfin
hinna limlestu. ÞaS var tekiS til aö- ryíija og grafa, og met5
skelfingu og sorg báru menn þaöan blóöi-drifnar leifar þess,
er veri'S höf'ðu bústaSir lifandi mannssálna. Likams-leifar
Daniels fundu þeir eirinig. — Um margra ára skeiS var hans
minst, þessa ógurlega refsidags í Silóam, er átján menn biSu
þar bráSan bana meS svo sviplegum hætti.
Fregnin barst hljóSlega og meS andvörpum út um Kedrons-
dal, og þó ekki til h e n n a r, er sárast var særS. „Seg þú
henni þaS“ — „nei, gjör þú þaS heldur", — en enginn hafSi
skap til þess, því þeir hugSu aS þaS mundi verSa henni aS
bráSum bana.
Um þaS leyti, er hún vænti hans heim, stóS hún í dyrunum
og horfSi niSur eftir veginum og sagSi viS Daníel litla, hvert
sinn er einhver kom, aS ekki væri þaS pabbi — hvaS mundi
tefja hann? og hafSi hann þaS eftir henni svo vel sem harin
gat. ÞaS var fariS aS rökkva, er þeir komu, og þegar hún
sá aS þeir báru á milli sín fjalagrind, sem líndúkur var breidd-
ur yfir, þá varS henni þaS ljóst, aS hún mundi aldrei sjá
Daníel framar. Hún hafSi reyndar vitaS þaS frá því er hún
vaknaSi um morguninn. Hún hafSi séS hann í draumi — dá-
inn. Þá furSaSi hve vel hún bar sig; en svo er oft um litlar
og veikbygSar konur. Þetta kom henni ekki heldur á óvart.
Og aV kveiria og kvarta — ekki mundi þaS bæta úr.
Upp frá þessu vann hún baki brotnu, seint og snemma;
henni fanst þaS fróun. Hún dró saman viSargreinar og kom
upp girSingurini um víngarSinn, sem hún og Daníel höfSu ekki
komiS í framkvæmd. ÞaS tók tíma — og batt hugsanirnar.
En stundum sluppu þær þó inn um girSinguna. Ekki snerust
þær svo mjög um þaS, hvar Daníel var. Henni fanst helst
sem hann væri alls ekki til, — aS eins skuggi, gleSivana og
þjáningalaus, — draumkendur hugarburSur. En um þ a S
braut hún heilann, í hverju synd hans mundi hafa veriS fólgiri.
Hún var alin upp í þeirri trú, aS velgengnin væri vottur um
blessun GuSs, en vofveiflegur dauSi reiSirefsing þaris. MeS
hverju hafSi Daníel reitt GuS til reiSi? Henni fanst hún altaf
hafa þekt hann, og aldrei nema aS góSu. AS líkindum mundi
hanri eitthvaS hafa afbrotiS, þetta eina ár, sem hann var aS
heiman. — Þegar þessar hugsanir sóttu aS henni, sat hún löng-