Jólagjöfin - 24.12.1920, Page 48
46
Jólagjöfin
fram í stofuna og taka þátt í jólaleiknum. En heyrðu kunn-
ingi, þú mátt vara þig að ekki fari eins fyrir þér og fór fyrir
mér, ef þú veröur dæmdur til aö telja stjörnur meö einhverri
blómarósinni, t. d. henni Sólveigu dóttur hans Gunnars kaup-
manns“.
Eg brosti aö þessum oröum sýslumanns. Eg haföi heyrt
Sólveigu nefnda og þaö meö, aö hún væri fallegasta stúlkan
i kaupstaönum, en eg haföi enn ekki séö hana nema tilsýndar
á götu.
Síöan' gengum viö fram í stofuna. Stúlkurnar voru í fjör-
ugum samræöum, þegar viö komum, en þögnuöu undir eins
og viö komum inn.
Viö buöum þeim gott kveld og óskuöum þeim gleöilegra
jóla.
Eg leit yfir hópinn, og fór aö viröa stúlkurnar fyrir mér.
Þær voru sex auk frúarinnar. Allar voru þær ungar og allar
í peysufötum nema ein, sem var í kjól.
Búningur þeirra var hinn skrautlegasti: silkisvuntur og
silkislifsi, armbönd og brjóstnælur og perlum settir hárkambar.
Þegar eg var búinn aö athuga búninginn fór eg aö viröa þær
fyrir mér nákvæmara. Allar voru þær snotrar en sviplitlar og
atkvæöalausar eftir útlitinu aö dæma. Einna starsýnast var
mér á þá sem var á kjólnum. Þaö var meðal stúlka á hæð.
dökkhærö, meö gáfuleg augu og lundfestu í svipnum. Andlitið
var frítt og bjart yfir því, og hálsinn mjallahvítur og skar
vel af við dökkan kjólinn.
Seinna um kvöldiö vissi eg aö þaö var Sólveig dóttir Gunn-
ars kaupmanns.
Rétt á eftir að viö komum í stofuna byrjaöi leikurinn. Stúlk-
urnar voru sjö, en viö karlmennirnir ekki nema fimm: viö
sýslumaður og skrifari hans, sem Björn hét og svo tveir versl-
unarþjónar, sem boönir höfðu verið og komu rétt á eftir okk-
ur inn í stofuna.
Til þess að gera töluna jafna var frúin með okkur piltun-
um. Leikurinn var hinn fjörugasti. En mörg uröu hryggbrot-
in og þar af leiðandi margir pantarnir, enda jókst gleðin og
hláturinn um allan helming þegar farið var að dæma.
Ekki man eg hvað eg átti að leysa margar þrautir, en eg
man altaf eftir einu og þaö var þaö að eg áttj að telja stjörnur