Jólagjöfin - 24.12.1920, Qupperneq 57
J óiagjöfin
55
liún hafði þolað strit og sorg, og að síðustu miklar líkamleg-
ar þjáningar.
Hún sofnaði, og vinir okkar, sem yfir henni höfðu vakað,
skildu' á milli með því að slíta lífþráðinn sundur, og vöktu
hana þvi næst bliðlega, og hún leit upp og brosti mjög yndis-
lega framan í góðlegt andlit þess, er laut yfir hana. Hún lá
þar sæl og ánægð, uns hún tók að furða sig á því, að þessi
ókunnugu andlit skyldu vera kringum hana í stað hjúkrunar-
kvennanna og vinafólksins, er hún hafði séð síðast. Hún spurði,
hvar hún væri, og þegar henni var sagt það, kom undrunar-
svipur og löngunar á andlitið, og hún beiddist að fá að sjá
vini sína, þá er hún hafði yfirgefið.
Henni var veitt það, og hún leit á þá gegnum huluna og
hristi höfuðið dapurlega. ,,Ef þeir gætu að eins fengið að
vita,“ mælti hún, ,,hve laus eg er nú við allar þjáningar og
hve mér liður vel. Getið þið ekki sagt þeim það ?“ Við revnd-
um það, en ekki heyrði nema einn af þeim til okkar, hvgg eg,
og það mjög óljóst, og bráðlega þóttist hann sannfærður um,
að það hefði verið tóm ímyndun;
Við fórum með hana þaðan, og síðan, er hún var orðin
nokkuð styrkari, fórum við með hana inn í barnaskóla, þar
sem litli drengurinn hennar var, og þegar hún sá hann, varð
gleði hennar meiri en svo, að því verði með orðum lýst. Hann
hafði farið yfir um nokkrum árum á undan henni, og hafði
veriö látinn í þennan skóla, og hafði átt þar heima síðan. Nú
V'arð barnið kennari móður sinnar, og það var fögur sjón að
sjá. Hann leiddi.hana um skólann og vellina og sýndi henni
ýmsa staði og skólabræður sína, og alla þá stund ljómaði
fögnuðurinn af andliti hans, og sama var að segja um and-
lit móðurinnar.
Við yfirgáfum hana í bili, og þegar við komum aftur, fund-
um við þau sitjandi i laufskála; hún var að segja honum frá
þeim, sem hún hafði skilið eftir á jörðunni, og hann var að
segja henni frá þeim, sem komnir voru á undan og hann hafði
hitt, og frá æfi sinni í skólanum, og við áttum fult í fangi með
að slita hana burt frá honum, en lofuðum henni því, að hún
skyldi fá að koma bráðlega aftur og oftlega til hans.
Þetta sinn gekk nú eins og þegar best lætur, og svona geng-
ur oft; en stundum fer alt öðruvisi.