Jólagjöfin - 24.12.1920, Qupperneq 64
Ó2
Jólagjöfin
hann lætur sem hann hvorki heyri þaö né sjái, og þó þeir
hreyti í hann einhverjum ónotum, þá athugar hann fyrst og
fremst, hvort ekkert sé þaö að finna í orðum þeirra. sem unt
er að færa á betri veg og snúa þvi annað hvort upp í gam-
an eða þá taka það sem græskulaus ónot. Og ef hann er nógu
staðráðinn i því, að láta ekki aðra ráða yfir skapi sínu, fer
ekki hjá því að hann finnur eitthvað það, sem hann getur
hengt hatt sinn á, og eins og helt inn i samverkamenn sína
góðlátlegri kátinu og fjöri.
En fari svo, að honum renni í skap við þá, verður hann að
íorðast það eins og heitan eldinn, að láta þá verða vara við
það. Hann verður þá að gera sér upp stillingu og ástúð í garð
samverkamanna sinna. Hann verður að láta sem hann hafi
ekki tekið eftir því, sem þeir sögðu, að vera við þá alveg eins
og ekkert hafi ískorist.
En þetta er ekkert annað en hræsni og yfirdrepsskapur,
segja menn og það er hverju orði sannara. En þetta er sú
tegund hræsninnar, segja Búshido-sinnar, sem hverjum mann.i
er leyfileg. Vér megum látast vera eins góðir og vér viljum
verða, ef vér gerum það aö eins í þeim tilgangi, að gera bæði
sjálfa oss og aðra að nýjum og betri mönnum. Hins vegar er
sú hræsni óalandi og óferjandi, sem miðar að því að gera öðr-
um mönnum ilt.
Ef vér eigum við einhver örðug kjör að búa og höfum til
dæmis orðið fyrir vonbrigðum, þá megum vér aldrei láta á
því bera. Og vér verðum að ganga feti framar, vér megum
varast að hugsa nokkuð um það. En það er nú hægara sagt
en gert, hugsa menn. En Búshido-maðurinn er ekki á því, hann
álítur að þetta sé vinnandi vegur. Hann segir að það sé eng-
inn annar vandinn en fá vald, eða réttara sagt, að vér tökum oss
það vald vfir hugsunum, sem oss ber að guðs og manna lögum.
En það er nú þrautin þyngri, segja flestir. Vér höfum —
segja menn — oft verið að berjast við að hafa einhvern hemil
á hugsunum vorum, og þvi meira sem vér höfum lagt oss í
framkróka og strítt við hugsanir vorar, því meira sýnast þær
hafa ærst og ærslast. Þær hafa verið komnar út í buskann, þeg-
ar vér héldum að vér hefðum nú fyrst náð verulegu tangar-
haldi á þeim. Og hversu oft höfum vér ekki orðið aö taka