Jólagjöfin - 24.12.1920, Side 65
J oiagjöfin
6 3
undir meö hinum mikla lærisveini Shri Krishna, Arjuna, þar
sem hann segir um hugsanirnar: „Þær veröa ekki tamdar frent'
ur en vindurinn'*.
En Búshido-maöurinn er á ööru máli, hann segir aö þessi
óhemjuskapur hugsananna komi til af því aö vér beitum helst
til lítilli skynsemi viö þær og tökum beislið fram af þeirn í
staö þess að hafa þær beislaðar og vera húsbændur á heimili
voru. Hann mundi segja eins og skáldiö: „Trúöu ekki á
tudda náö, taktu um horn á bola.“ Þaö er ekki til nokkurs
hlutar að reyna aö konia sér í mjúkinn hjá hugsununum og
l)iöja þær ásjár eða miskunnar. Þær kvelja oss stundum alveg
miskunnarlaust, ef vér tökum ekki duglega í taumana. En
hvernig eigum vér aö fara að því aö taka duglega í taumana?
Búshido hefir svarið á reiðum höndum: „Breyt þú viö hugs-
anir þínar eins og þær hafa breytt viö þig. Þú hefir verið á-
nauðugur þræll þeirra hingað til, en ger þú þær að ánauð-
ugum þrælum þínum, eöa ef til vill væri réttara að segja, að
þörfum þjónum."
Vér skulum gera ráö fyrir því, aö þú hafir reiöst. Umhugs-
unin um reiðina veröur til þess aö kvelja þig eftir á. Þú sérð
eftir því sem þú hefir sagt í reiði og þér vex ef til vill gremj-
an við andstæðing þinn, sökum þess að hann hefir sagt við
])ig hitt og þetta, bæði satt og ef til vill ósatt, sem þér feárnaði.
Þú rifjar þetta hvað eftir annað upp fyrir þér og lætur það
raska ró þinni timum saman. Hvað áttu nú til bragfðs að taka ?
Þú skalt hugsa þér hugsanirnar, sem ákveðnar verur, því
að þær eru það. Það er hverju orði sannara, að husanirnar
eru hlutir, og meira en það, því að þær eru verur, verur sem
eru verkamenn í víngarði tilverunnar og koma margfalt meiru
til leiðar í heiminum, en allur þorri manna getur gert sér í*
hugarlund. Og þegar þú hefir gert þér verulega grein fyrir
þessu, skaltu breyta við þær eins og hverjar aðrar verur. Þeg-
ar nú endurminningin um reiðina eða missættið kemur upp i
huga þinum, þá skalt þú segja sem svo:
„Heyrðu nú þarna endurminning um reiðikastið ; hvað vilt þú
eiginlega segja ntér, og til hvers treður þú mig svona urn tær
og ónáðar mig fram úr hófi ?“ Þegar nú endurminningin hefir
sagt þér frá aöalatriðunum, verður þú að taka frarn í fyrir
henni, því að öðrunt kosti þagnar húu ekki, en heldur áfrarn