Jólagjöfin - 24.12.1920, Qupperneq 67
Jólagjöfin
65
skalt þá ekki bera neitt á móti því, sem hún segir, en bi'Sja
liana aS fara nú og koma öllti því í framkvæmd, sem hún
sér aS getur orSiS þér og öSrum til góSs, og fyrirmuna al-
veg kvíSanum og óróseminni aS komast aS þér og draga úr
þér kjarkinn. Svo heldur þú áfram vinnu þinni og lætur —
sem ekkert hafi ískorist. Hugsanirnar, er hafa fengiS skipun
um aS vinna fyrir þig og koma því í framkvæmd, sem þú þarft
aö fá gert, vinna nú baki brotnu og hlýSa þér eins og her-
menn foringja sínurn. Sjálfar hafa þær engan annan vilja,
segir Bushido en þann vilja, sem þær fá frá oss mönnum, og
vér látum þeim í té, annaS hvort vitandi eSa óafvitandi.
Annars segir Bushido, aS hugsanirnar séu til. Þegar vér
hugsum einhverja hugsun, þá sé ekki svo að skilja, aS vér
sköpum hugsunina, heldur aS vort andlega auga hafi séS
hana í hinum ósýnilega heimi og þá segjum vér, aS oss hafi
dottiS þetta í hug.
Þetta kemur aS nokkru leyti heim viS þaS, sem dulspekin
fræSir oss um, þvi aS hún segir aS efniS, sem hugsanagerfiS
er úr, sé til, en mótist ekki eSa taki á sig ákveSna lögun
fyr en þaS verSur fyrir áhrifum hugans. En dulspekin segir
líka aS allur fjöldi manna hugsi aS jafnaSi ekki nýjar hugs-
anir, heldur aS eins þær hugsanir, sem fyrir eru og huigsaSar
hafa veriS af þeim mönnum, sem hafa haft hug og dáS í sé/
til þess aS hugsa frumlegar hugsanir. En þeir menn eru til-
tölulega fáir.
Menn verSa aS hafa reglulegar iSkanir um hönd til þess aS
geta náS fullkomnu valdi á hugsunum eða yfirráSum, og láta
sér aukast þrek og krafta aS hverju, sem þeir ganga.
Og til þess, aS menn geti fært sér lífiS reglulega í nyt, og
lifaS hamingjusömu lífi, sem vér köllum, hefir Búshido þessar
sex reglur, sem menn eiga aS fara eftir daglega. Og þaS segja'
Búshido-menn, aS viljamagTi manna og andlegt þrek og þrótt-
ur tifaldist, þó þeir fari ekki eftir þessum reglum, nema um
tveggja mánaSa tíma. Reglurnar eru þessar:
1. Vertu altaf þolinmóSur, hvaS sem í kann aS skerast.
2. Vertu alt af vinsamlegur í viSmóti, viS hvaS sem þú átt
aS búa.
3. Vertu rólegur og stiltur, hvaS sem á dynur.