Jólagjöfin - 24.12.1920, Síða 72
7°
Jólagjöfin
ekkert letraö. Þaö þótti mér skrítiö, aö þarna voru leikarnir
1906, i Aþenu, ekki taldir meö, en leikarnir sem haldast áttu
i Berlín 1916 aftur á móti taldir, en sett ? þar sem viö hina
stóö borgarheitiö (sem þeir voru haldnir í). Skýröi eg þaö
þannig fyrir mér, aö leikarnir 1906 voru ekki i raun og veru
O 1 y m p s k i r leikar. Olympska tímabilið var 4 ár, og áttu
þeir að haldast einu sinni á þeim tíma, en leikarnir 1906
voru haldnir á 2. ári eftir reglulega leiki. Aftur voru leikarnir
sem haldast áttu 1916 reglulegir Olymskir leikar, en féllu
niöur vegna styrjaldarinnar, eins og rnenn vita. Til beggja
handa við sal þennan voru búningsherbergi íþróttamannanna
— uppi og niðri — og lágu dyr úr þeim inn í salinn, og svo
úr honum út aö leikvellinum. Uröu íþróttamennirnir þvi, er
þeir fóru út á völlinn eða inn af honum, að fara gegn um sal-
inn og svo gegnum jarögöng, sem lágu undir hlaupabraut-
ina. Áttstrendi salurinn var því nokkurs konar miöstöö íþrótta-
mannanna. Var oft gaman og fróðlegt aö koma þar inn, eink-
anlega á milli kappleikja, þegar einn flokkurinn kom inn og
annar fór út. Viö hliðina á þessum sal, er gangur, þvert í
gegn um bygginguna. Var sá gangur aðallega notaöur af þátt-
takendum og dómurum. Langhliðin suövestanmegin er öll yfir-
bygö og með lofti (balkon). Á efri hæöinni eru öll bestu sætin
og konungsstúkan fyrir miöjunni. Þar eru og stúkur fyrir boðs-
gesti. Niðri eru: á úthliöinni skrifstofur (blaðamanna, leik-
stjórnar) og fleiri nauðsynleg herbergi, þar á meðal stór veit-
intra- og borösalur ; að innan verðu : fyrir miðjunni blaðamanna-
stúkurnar og svo sæti, sem almenningur hafði aögang aö. í
norðvestur enda byggingarinnar var annar gangur, sem lá inn
að leikvellinum. Hann var næstum aldrei notaöur. Gagnstæða
hliðin (norðaustur) var að eins að nokkru leyti yfirbygö; voru
um 70—80 metrar á miðri langhliðinni yfirbygðir. Þar voru
sæti söngflokkanna (belgiska og sænska) suma dagana. En
aðallega voru þar sæti fyrir almenning. Milli þessara bygg-
inga voru á báðum endum (bogunum) súlnaraðir úr steinsteypu
og hvíldi ofan á súlum þessum steinbogi mikill, láréttur,
og var hann áfastur við aöalbygginguna suðvestan megin.
Á austurhorninu slitnaði súlnaröðin á klukkuturninum, sem
stóð þar einstakur 0g dálítið utar en súlurnar. Var þar út-