Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 51

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 51
FREYR 38Í inn skuli fá einhvern tiltekinn skammt af áburði, einn þurfi svona mikið en annar hitt. Mælikvarði á það er bezt kominn í höndum frámleiðendanna sjálfra, og þeirra sem sölu annast til einstaklinganna. Án efa fer áburðurinn og hefir farið, fyrst og fremst til þeirra, sem ekki geta án hans verið. Ég tel litla hættu á því, að menn óski að kaupa áburð, sem þeir geta án verið eða umfram þörf, slíkt mundi aðeins koma fyrir ef hætta væri á mikilli verðhækkun eða áburðarskorti farmvegis. Ekki getur það talist líklegt, að unnt sé að minnka áburðarkaup einstaklinganna, án þess að framleiðsla þeirra bíði hnekki við það. Það mundi því aðeiris geta orðið, að þeir hefðu notað áburðinn í óhófi, en slíkt munu vera undantekningar, og eiga sér stað hjá þeim einum, sem ekki kunna með hann að fara, en þeim þyrfti þá að kenna betri aðferðir um meðferð og notk- un áburðarins. Að lokum skal þetta tekið fram: 1. Síðustu árin hefir ekki tekizt að full- nægja óskum landsmanna um áburð- arkaup. Einkum hefir á það skort, um Ammophos, en sá áburður er blanda af fosforsýru og köfnunarefni. Hreinn fosforsýruáburður hefir einnig verið torfenginn. 2. Til garðræktar þarf sömu aðaláburð- arefnin og til grasræktar — köfnunar- efni, kalí og fosforsýru. Köfnunarefn- isáburðurinn einn nægir túnunum enganveginn enda þótt ýmsir hafi látið hann nægja, jafnvel árum saman. 3. Blandaður áburður — Ammophos, — hefir verið mest eftirsóttur um skeið, en ekki hefir verið fáanlegt til landsins nema nokkur hluti þess sem beðið hefir verið um. Úthlutun hans hefir því verið erfið og ekki þótt fært annað en veita öllum úrlausn. Innflutningur á Superfosfati í vor sem leið, bætti verulega úr mikilli vöntun fosforsýru- áburðar. 4. Áburðarsala ríkisins selur áburðinn aðallega verzlunum og búnaðarfélög- um, sem aftur úthluta honum til ein- staklinga. Hún getur ekki gerst dóm- ari um það, hver áburðarþörfin er hjá hverjum einum, né skammtað einum meiri rétt en öðrum. Enginn áburðar- kaupandi hefir verið fús til að minnka það áburðmagn, sem hann hefir ósk- að fá, og síst af Ammophos. 5. Æskilegt er að unnt væri að kaupa hin þrjú aðaláburðarefni — köfnunarefni, kalí og fosforsýru — í sem hagkvæm- ustum og handhægustum samböndum. Við það mundi sparast mikil vinna og flutningskostnaður. En meðan núver- andi ástand helzt, verður að sæta því sem fæst, þótt annað væri eftirsóknar- verðara og gæfi hagstæðari árangur. Ennþá verðum við að búa við annan og minni áburðarskammt en við kjós- um, en væntum að það breytist smám saman til batnaðar, og að áburðarþörf- inni verði fullnægt. Jón ívarsson. ★ Athugasemd við „Álit búnaðarfélagsins Afturelding“, Hornafirði, um úthlutun garðáburðar. Að sjálfsögð er hér átt við Ammophos 16.20, sem gengið hefir undanfarin ár und- ir nafninu garðáburður, og sem tvímæla- laust má telja mjög villandi. Ammophosið er ekkert betri áburður til garðræktar en Superfosfat og brennisteinssúrt ammoníak, en í þessum tveim einhæfu áburðarteg- undum má fá sömu efni og í Ammophosi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.