Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1946, Page 53

Freyr - 01.12.1946, Page 53
FRE YR 383 Ekki get ég fundið neitt athugavert við það, þó að afgreiddar séu einhæfar áburð- artegundir í garða í stað blandaðra, ef blandaðar tegundir eru af skornum skammti. Verður að hlýta því úrræði, að- eins að séð sé fyrir nægilegu magni af öll- nauðsynlegum næringarefnum. Hinsvegar má telja, að þau héruð sem eiga erfiðast með flutninga ættu að ganga fyrir með blandaðan áburð, því að hin, sem næst eru höfnum, geta sér að skaðlitlu notað áburðartegundir, sem eru dýrari í flutningi. Ekki virðist það vera sanngjarnt að úti- loka neinn, sem jarðrækt stundar, frá not- um tilbúins áburðar. Þó að framleiðsla sé lítil skiptir oft miklu að geta bætt upp, t. d. búfjáráburð við garðrækt, bæði með fosforsýru í Superfosfati og köfnunarefni í Saltpétri eða öðrum tegundum köfnunar- efnisáburðar eftir því sem ætla má í hvert skipti að með þurfi. Klemenz Kr. Kristjánsson. TIL ALMENNINGS ÞAÐ ER ÓSK og von allra íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, að allir landsmenn hafi atvinnu, og að fram- leiðslan sé rekin með stórvirkum at- vinnutækjum, þannig, að mikil afköst hafi í för með sér almenna velmegun og öryggi um lífsafkomu. Bœta þarf við hraðfrystihúsum. SJÁVARÚTVEGURINN er höfuðstoð at- vinnulífsins. Án hins erlenda gjaldeyris, sem sjávarafurðirnar færa þjóðarbúinu, eru allar tilraunir til að ná þessu marki dauðadæmdar. Á undanförnum árum hefir því verið unnið að því af kappi að endurnýja og auka fiskiskipaflota lands- manna. Um það bil tvö hundruð nýir bátar og skip af ýmsum stærðum hafa þegar bætzt flotanum eða bætast við hann á næsta ári. Fé til þessarar aukn- ingar hefir að mestu verið tekið af hin- um erlendu innstæðum vorum. En þessi stórfellda aukning flotans er aðeins annað sporið, sem stíga þarf, til þess að sjávarútvegurinn færist í ný- tízkuhorf. Hitt sporið er að auka og end- urbæta stórlega aðbúnað útgerðarinnar í landi. HÉR ER ÞÖRF stórfelldra hafnargerða, bæta þarf við hraðfrystihúsum, er geta veitt móttöku afla hinna nýju báta, reisa þarf stórar niðursuðuverksmiðjur, bæta þarf aðstöðu sjómanna með því að byggja nýjar mannsæmandi verbúðir,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.