Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1946, Side 55

Freyr - 01.12.1946, Side 55
FREYR 385 Skýrsla LANDSBANKA ISLANDS Landsbanki íslands gefur á hverju ári ári út greinargerð um starfsemi sína. Greinargerðin fyrir árið 1945 er nýlega komin út. Er það heil bók í fjögurra blaða broti, enda er það ekki aðeins skýrsla um starfsemi bankans á árinu heldur og hag- fræðilegt yfirlit yfir athafnir íslenzku þjóðarinnar og árangur þeirra. Vegna þessa er sérstaklega ástæða til þess að gera skýrsluna að umtalsefni hér, því að það er vitanlegt, að mikill þorri lesenda Freys hefir tæpast tækifæri til þess að lesa þessa stórfróðlegu og mikils- verðu bók. Að sjálfsögðu er þar sagt frá starfsemi Landsbankans, birtir reikningar hans og heildarniðurstöður viðskiptanna. Þetta er veigamikill þáttur í fjármálastarfsemi þjóðarinnar og því eðlilegt að kynna sér hann. Hitt mun þó ýmsum skapi nær að staðnæmast frekar við aðrar staðreyndir, sem þar eru gerðar að umtalsefni. Er þar sagt frá fjárhag hins opinbera, efnahag einstakra bæjarfélaga, verðlagi, atvinnukjörum, viðskiptum, samgöngum á sjó og landi og mörgu öðru. Mörgum mun þykja fróðleg skráin yfir innfluttar og út- fluttar vörur á árunum 1913 til 1945. Verklegar framkvæmdir af ýmsu tagi eru þar teknar til athugunar og sagt frá kostn- aði við nokkur meiri háttar mannvirki. Þá er 14 síðum varið til þess að greina frá útgerð og sjávarvöruiðnaði á árinu og er þar mikinn fróðleik að finna um starfs- háttu og afkomu þessa mikilvæga fram- leiðsluatvinnuvegar þj óðarinnar. Og svo er á 9 síðum greint frá ýmsu því, er snertir landbúnaðinn. Lesendum Freys mun eflaust finnast þessi þáttur það mikilsverður, að ástæða sé til þess að gera hann að umtalsefni sérstaklega. Það skal þá sagt strax, að víst er hann það, og má þar finna á einum stað margar staðreyndir, sem varða athafnir íslenzkra bænda og hagfræðilegar niðurstöður landbúnaðarins. Það mundi verða of langt mál að brjóta til mergjar allar þær staðreyndir, sem þar eru birtar varðandi landbúnaðinn. enda hefir um nokkrar þeirra verið skrifað hitt og þetta í Frey á árinu. En til þess að gefa bændum, sem ekki eiga kost á því að kynnast þessu hagfræði- riti, nokkra hugmynd um hvað í því stend- ur, skal í eftirfarandi birt orðrétt það sem þar er skráð um framleiðslu og verðlag búvara á árinu 1945: „Samkvæmt lögum 3. marz 1945, sem byggð voru á ályktunum Búnaðarþings í september 1944. skyldu greiddar verðuppbœtur á útfluttar landbúnaðar- afurðir á tímabilinu frá 15. september 1944 til jafn- lengdar 1945, þannig að framleiðendur fengju verð fyrir þær eftir landbúnaðarvísitölunni 1943, og auk þess bætur fyrir þá kostnaðaraukningu, sem verða kynni á framleiðsluárinu 1944—45, vegna hækkunar á kaupgjaldi. — Útgjöld ríkissjóðs til verðuppbóta á útflutt kjöt og gærur af framleiðslu ársins 1944 munu nema samtals 4 422 þús. kr. Uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir (kjöt, gærur og osta) af 1943-framleiðslu námu 10 173 þús. kr. í árslokin 1945 hafði ekki komið til greiðslu uppbóta á ullar- framleiðslu áranna 1943 og 1944, þar sem hún var þá enn óseld. Uppbætur munu verða greiddar á útflutta ull af 1945-framleiðslu, en ekki á kjöt og gærur framleiddar á því ári. — Til niðurgreiðslu á

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.