Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 9
FREYR
347
furðu rólegir og aðgerðalitlir, að áróðurs-
menn bæjanna öfluðu hinna fullkomnustu
þæginda þeim til handa, jafnan með at-
beina ríkisins þó, án þess að minni bróðir,
sveitirnar, fengju hið sama. Árangur þessa
starfs hefir líka sýnt sig. S.l. 20—30 ár
hefir fólkið streymt úr sveitum til bæja
svo ört, að sveitafólkinu hefir á þessum
árum fækkað úr 60% í tæp 40% þjóðar-
innar. Þægindin í bæjunum og mikil, hátt
greidd atvinna, valda þessum hættulegu
straumhvörfum.
Þannig eru þá staðreyndirnar, en hvern-
ig stendur á að þær eru svona?
Þessu verður ekki svarað nema reynt sé
að kynna sér vel líf og störf sveitafólks-
ins. Sú kynning fæst bezt á þann hátt að
ferðast um landið, tala við fólkið og at-
huga störf þess, spyrjast fyrir um hvar
skórinn kreppi helzt að og gera sér grein
fyrir hvað hægt sé að laga og með hvaða
aðferð. Jafnvel þó að bóndi ætti að fræða
um ástandið í sveitunum yrði hann að
kynna sér sveitalífið víðar en í sínu eigin
umhverfi.
★
Á ferðalögum um landið, ber margt fyr-
ir augu og næsta breytilegt. Sjálf náttúra
landsins er auðugust að fyrirbærum, þótt
ýmiss mannaverk séu einnig athyglisverð.
Þeir ferðamenn, sem hrífast af náttúru-
fegurð landsins, beina athygli sinni ein-
göngu að sjálfu landinu, aðrir að því hver
Alþýðuskólinn á Laugum í Reykjadal var jyrsti skólinn hér á landi, sem notaði jarðhitann til þess að hita
herbergin og fékk yfirbyggða sundlaug. A miðri myndinni sézt íþróttahúsið en húsmœðraskólinn lengst til hœgri