Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1948, Qupperneq 32

Freyr - 01.12.1948, Qupperneq 32
370 FREYR Því miður gefst mér ekki færi á að koma þangað up, því að við göngum niður með ánni Reuss, þar sem hún fellur gegnum „Djöflahliðið“, förum niður til Göschenen, þar sem St. Gotthard neðanjarðarbrautin liggur inn í fjöllin. Á þessum vegarspotta lækkar landið um 315 metra, svo að ekki liðast áin róleg þar fram, en á báðar hlið- ar gnæfa snarbrött og víða klettótt fjöllin. Nafnið „Djöflahlið“ er dregið af umhverf- inu. ★ Við tökum járnbrautarlest til baka. Járn- brautin liggur að mestu í jörð. Áður höfum við tryggt okkur herbergi í Andermatt. Pastor Rönn, sá góði ferðamað- ur, segir, að við skulum ekki fara í gistihús- in, það sé of dýrt. Við þurfum heldur ekki lengi að ganga, þar til við sjáum hús, sem á stendur „Herbergi". Húsmóðirin stendur í anddyrinu og strýkur lín sitt, og herbergi eru þar fyrir okkur öll. Við erum komin inn á svissneskt heimili. Frúin talar sæmilega þýzku, enda erum við nú í þeim hluta Sviss, þar sem þýzka er töluð, þó að mállýzka sé. Við röbbum því við hana, þ. e. a. s. Danirnir, ég er nokkru betri að skilja en tala. Og hún kannast við ísland. Veit, að þar eru jöklar, eldfjöll og heitir hverir. Mestan áhuga virðist hún hafa fyrir hverunum. Þetta er meira en ég gat búizt við, sveita- konan vissi a. m. k. meira en landamæra- verðirnir við landamæri Frakklands og Sviss. Þeir ætluðu aldrei að vilja stimpla vegabréfið mitt, stögluðu aðeins ísland, ís- land. Morguninn eftir drekkum við ósvikna Alpa-mjólk. Hún er góð, smérar áreiðan- lega vel þarna uppfrá. Annars hafði ég gaman af, að Svisslendingarnir gerðu mun / hlíðinni hjá Andermait getur að líta stalla og syllur, jafnvel upp undir fjallsbrún. Allt er það af manna- höndum a:ört. Gilið í baksýn er „Djöflahliðið.“ I gegnum það liggur vegurinn frá Andermatt.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.