Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 27
FREYR
365
Bærinn Stafn er innsti og efsti bærinn
austan megin Svartár, í Svartárdal, í
Austur-Húnavatnssýslu. Litlu innar í
dalnum stendur réttin undir hárri og
grösugri fjallshlíð (Stafnsbrekkum). En á
þrjá vegu, vestan, norðan og sunnan,
liggja að henni sléttar eyrar, hinn ákjós-
anlegasti skeiðvöllur. í hásuður, skammt
innan við réttina, er hálendi, sem nefnt
er Lækjartunga. Austan megin hennar
fellur Svartá í djúpu klettagili. Vestan-
megin tungunnar fellur Fossá eftir Fossa-
dal. Svartá og Fossá falla saman við
norðurenda Tungunnar. Vesturhlíð Lækj-
artungunnar er víðfeðm, fögur og grasi
gróin. Síðasta gangnadag á Eyvindarstaða-
heiði er venjulega lokið göngum um eða
íyrir miðjan dag. í Lækjarhlíðinni er svo
féð hvílt síðari hluta þess dags. Daginn
eítir er það réttað. Það var mikil, fögur
og dýrðleg sjón fyrir sauðelskt auga að
horfa í björtu veðri frá réttinni inn í
Lækjarhlíðina, yfir þessa geysilegu fjár-
breiðu, laugaða í yndisþokka og frelsis-
ljóma fjallanáttúrunnar. Fjársafnið við
Stafnsrétt er það langstærsta, sem ég hefi
séð, enda var Stafnsrétt í þá daga, að imd-
anskilinni Skeiðarétt í Árnessýslu, talin
fjárflesta rétt landsins. Þegar leið að
rökkri var hlíðin smöluð og safnið rekið
norður úr Tungusporðinum yfir Svartá,
yfir í svonefndan Vökuhvamm, sem er
rúmmikill grashvammur norðan árinnar.
Þar var þess gætt um nóttina. Margir nutu
ánægju við að sjá safnið renna yfir ána
og upp í hvamminn. Þar þurfti líka marg-
menni og vel skipulagða krafta til þess að
standa að fénu, svo að ekki hlytust slys af,
þegar það ruddist eins og brotsjór fram af
malarbakka út í ána. — Þeir, sem höfðu
upprekstur á Eyvindarstaðarheiði í þá
daga og voru þar gangna- og réttaskyld-
ir, voru Húnvetningar austan Blöndu og
norður um miðjan Langadal, og Skagfirð-
ingar úr Seilu- og Lýtingsstaðahreppi vest-
an Héraðsvatna.
Miðvikudagur og fimmtudagur, 22 vikur
af sumri, voru réttardagarnir í Stafnsrétt.
Á miðvikudaginn var stóðið réttað. Við
stóðréttina var glatt á hjalla; þá dreif
skemmtireiðarfólkið að, margt af því úr
Skagafirði. Sumt hafði í fórum sínum ein-
hvern glaðning handa vinum og kunningj-
um, sem hásir og kverkaþurrir höfðu verið
í göngum, en strituðu nú við stóðdráttinn
í prjónandi og hneggjandi þvögunni.
Það dró að sér mikla gleði og athygli,
þegar stóðinu, eftir dráttinn, var hleypt út
úr dilkunum og rekið af stað heimleiðis.
Þar var nú stundum fjaðrafok á þessari
viðkvæmu vinaskilnaðarstund hrossanna,
sem saman höfðu lifað margar bjartar og
glaðar stundir í sumarunaði fjallanna, en
sendu nú frá sér saknaðar- og skilnaðar-
kveðjur með háu og hrynjandi hneggi.
Það var því mjög algengt, þegar hóparn-
ir voru reknir af stað, þá vildu þeir tvístr-
ast, og leitandi og hneggjandi einstakl-
ingar hlupu til baka og í marga hringa og
gönuhlaup. Við slík tækifæri sást það
greinilega, hverjir voru bezt ríðandi. Þá
reyndi á fimleik, snilli og harðfylgi gæð-
inganna og þeirra, sem stjórnuðu þeim.
Marga unaðstóna, frá fótataki gæðinganna
á Stafnsréttareyri frá þeim dögum, geyma
minningarnar. Þá var líka blómaöld góðra
reiðmanna og snjallra gæðinga í Húna-
vatns- og Skagafjarðarsýslum.
Nóttina milli réttardaganna var margt
um manninn og þröng á þingi við Stafns-
rétt og þá ekki síður heima í Stafni. Þar
voru seldar veitingar eftir beztu getu. Var
þar jafnan mikill gleðskapur og nokkur
ölteiti, en þó venjulega í hóf stillt. Þá var
oft mikið sungið, enda voru þá líka marg-
ir ágætir söngmenn í Skagafirði.