Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 25
FREYR
363
arskemmtanir, einkum á meðan skamm-
degisdóttin, skuggalöng og drungaleg,
ríkti í veldi sínu, og tunglið oft í felu-
leik að skýjabaki. Sjaldan komst fólkið af
stað heimanað fyrr en að afloknum gegn-
ingum, og átti þá oft fyrir sér tveggja
klukkustunda göngu, þegar lengra var
sótt, og það máske í snjóófærð eða hláku-
vaðli og yfir óbrúaðar og torsóttar ár að
fara. Hér er lítil saga um eitt slíkt ferða-
lag:
★
Tveir piltar og tvær stúlkur lögðu upp
fótgangandi í tveggja klukkustunda
göngu á skemmtisamkomu á gamlárs-
kvöld. Ofsahlákur höfðu gengið eftir
snjóakafla og flestar ár af ísi leystar. Nú
var komið allskarpt frost með hvössum
útsunnan éljagörðum. Tunglið glotti kald-
hæðið og háðslegt gegnum raufar skýj-
anna á milli élja. Klukkan 9 síðdegis
lagði ferðafólkið af stað. Þegar það kom
að þverá einni, sem var á miðri Ieið, þá
féll hún á milli höfuðísa (skara), en upp
bólgin og kakkþykkur krapastrengur eft-
ir henni miðri. Yfir ána varð að kom-
ast. Nú gripu piltarnir til þess ráðs að
fara úr brókum og sokkum, svo fóru þeir
aftur í ytri buxur sínar og hugðust nú
bera stúlkurnar yfir ána. Þeir ætluðu að
bera þær á bakinu yfir, en því neitaði
önnur þeirra og kvaðst heldur vilja hvíla
I fangi piltsins, og varð svo að vera. Þeg-
ar kom út í miðja ána tók vatnið og
krapafroðan þeim félögum í mitti. En þá
skeði það, að sá sem bar stúlkuna í fang-
inu, skrikaði á grunnstöngli í botninum
og fór á höfuðið og þau bæði á bólakaf, en
brátt skaut þeim upp og svömluðu til
lands. Þá hafði hitt parið tekið land heilu
og höldnu. En ævintýraríkt reyndist þetta
kafsund. Þegar þau náðu landi voru þau
samanvafin í þéttum faðmlögum og harð-
trúlofuð. Þessi svaðilför, er endaði svo
gæfusamlega, var mjög umtöluð í gamla
daga. Eftir tveggja tíma ferð komst ferða-
fólkið á ákvörðunarstaðinn. Að fenginni
hressingu eftir volkið, og þegar það loks
gat tekið þátt í gleðskapnum, mun klukk-
an hafa verið mikið gengin 12. Á nútíma
mælikvarða, þar sem sveitaskemmtanir eru
bannaðar eftir klukkan 1 eftir miðnætti,
þá hefði skemmtiþáttur þessa fólks orðið
stuttur, aðeins rúmlega klukkutími. En
þá var Bjarni ófæddur og valdalaus. —
Fyrir 50 árum voru tímatakmörk með
skemmtisamkomur sj aldan fastákveðin,
og oft stóðu vetrarsamkomur á dag fram.
Sjaldan man ég eftir vínnautn svo áber-
andi, að hún spillti umgetnum vetrarsam-
komum.
Þó að það, sem hér hefir skráð verið um
vetrarskemmtanir, sé laust í reipunum,
verður það að nægja í svo stuttu erindi,
sém hér um ræðir.
★
Sumarskemmtanir voru með nokkuð
öðrum hætti. Sumardagurinn fyrsti og
réttardagurinn voru fyrir sveitafólkið
mestu skemmti- og gleðidagar sumars-
ins. Sumardagurinn fyrsti var þá, sem nú,
vel notaður til fjölbreyttra skemmtana, ef
veöur leyfði. Þá voru oftast haldnar
skemmtisamkomur. Hitt var þó ekki síð-
ur áberandi, hvað fólkið skemmti sér vel
heima fyrir, einkum að útileikjum. Margir
gripu þá til gæðinga sinna. Einkum var
sumardagurinn fyrsti mikill gleðidagur
börnum. Þá var það viða hefðbundin
venja að hleypa kúnum út í fyrsta sinn
eftir ófrelsið og vetrarstöðuna á básun-
um. Þá var nú líf í krökkunum, þegar þau
þutu á eftir kálfunum, þegar þeir tóku
dansinn og reistu upp í sumargráðið sín-