Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1948, Side 40

Freyr - 01.12.1948, Side 40
378 FREYR arhlaða úti við glugga. Mamma var búin að gleyma honum og í kjallarann kom að- eins vinnukonan sem passaði miðstöðina. Við báðum hana að skvetta á hann vatns- dropa við og við og miklum áhyggjum var nú af okkur létt. Og jólaannríkið fór í hönd, svo að við vorum alveg búnir að gleyma kaktusnum, þegar frænka kom tveim dögum fyrir jól. Það var ekki laust við að samvizkan segði til sín, þegar við í laumi fórum niður í kjallarann til þess að grennslast um hvað orðið væri af kaktusnum. En hvað hald- ið þið að við höfum séð? Þarna stendur kaktusinn á brennihlaðanum alsettur blómum, svo að við urðum frá okkur numdir. Það hafði átt við hann að vera í ró og friði í rökum og hlýjum kjallaran- um, rétt hjá miðstöðvarkatlinum. Lánið var með, og það komst ferð á flíkurnar. Nei, sjáum til! sagði frænka, þegar við færðum henni pottinn með jólakaktusn- um alsettum blómum. Gátuð þið virkilega fengið hann til að blómstra? Það kalla ég vel af sér vikið. Þið hljótið að hafa áhuga fyrir kaktus- rækt. Ja-á! sögðum við með sakleysissvip. Þið eigið virkilega skilið að fá góða jóla- gjöf að launum fyrir að hafa passað kakt- usinn minn svona vel, sagði hún og fór harðánægð heim með pip-trunJcinn sinn. Við vorum fullir eftirvæntingar. Hvað ætli frænka gefi okkur í jólagjöf fyrir vikið? Óli gat upp á súkkulaði; ég áleit að það mundu verða leikföng. Á aðfangadaginn kom jólagjöfin frá íjmmu frænku. Það var ómögulegt að bíða kvöldsins, við urðum að opna pakkann strax. Við litum á gjöfina----og við litum hver á annan. Andlit Óla varð skrítið, sennilega hefir min ásjóna verið álíka, og báðir rákum við upp skellihlátur samtímis. Jólagjöfin frá Emmu frænku var bókar- kríli: KAKTUSBÓK FYRIR ÁHUGAMENN Leiðarvísir í kaktusrækt fyrir unglinga. Eiginlega verðskulduðum við ekki stærri eða meiri gjöf en þennan litla kaktuspésa, en------------en það var nú svona. Þessi jólagjöf kom alveg óvænt. Nei, sjáurn tiU Gátuð þið virkilega fengið hann til að blómstra? Það kalla ég vel af sér vikið.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.