Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 20
358
FREYR
skugga um, að ekki séu í henni óhreinindi,
ekki vatn, ekki meinlegir gerlar og nokkrar
aðrar athuganir eru einnig framkvæmdar,
þar á meðal fiturannsóknir. Heilbrigðis-
eftirlitið nær einnig til þeirra sem vinna
við mjólkurmeðferðina, þ. e. a. s. að fjöl-
skyldan er háð því eftirliti.
Aage segir mér, að í fyrra hafi mjólkur-
salan verið nær því 70 þúsund kg, eða um
4000 kg á kú. Umsetning búsins var þá
líka um 45 þús. krónur. í ár vonandi eitt-
hvað meira.
Af því að ég er nú þarna staddur, fer
ég í fjós með fjölskyldunni til þess að sjá
með eigin augum hvernig farið er að því
að framleiða „barnamjólk." „Hér er júg-
urbólga bannlýst, ég kaupi kvígur áður en
þær bera fyrsta kálfi, til þess að fá ekki
júgurbólgu eða aðra smitandi kvilla í fjós-
ið, en ég get ekki alið upp sjálfur, til þess
er mjólk mín of verðmæt," segir Aage. Og
þetta er mjög eðlilegt. Enginn kvilli má
verða ungbörnum til miska vegna mjólk-
neyzlu, nóg getur hent samt. Ekki skal
koma saknæm mjólk frá Örgaard. Hjónin
fara í hvíta frakka, þvo og skola hendur
úr sótthreinsandi legi, sótthreinsuð ílát eru
notuð, sólin hefir eytt ölium gerlum, og
sótthreinsaðar mjaltavélar fara í gang og
totta spenana, svo að mjólkin streymir í
föturnar. Mjaltirnar ganga greitt, hver fat-
an af annarri er borin út barmafull, inni-
haldi hennar er hellt á sigtið, þaðan renn-
ur mjólkin í gegn um kælinn og kólnar
niður í 2—4 stig á fáum mínútum. Hver
kæld fata er sett upp á bekk í flöskuklef-
anum. Þar tekur við 8 ára stúfur, Hans,
opnar hanann, mjólkin streymir í hverja
flöskuna á fætur annarri, þær eru settar
í röð, önnur umferð með könnuna, sem
hellt er úr til ábætis, því að hver flaska á
að vera full upp að loki. Hans er lipur í
fingrunum, það sést bezt þegar hann set-
ur lokin á og kemur svo með töngina sem
þrýstir þeim á. Og hver flaskan af ann-
arri er gripin af 8 ára fingrum, sett í hólf
í vírgrindinni, og þegar öll hólf vírkörf-
unnar eru full, þá er hún sett á sinn
stað, þar sem hún bíður til morguns, því
að á morgnana kl. 8 er farið með mjólk-
ina til Struer. Mjaltirnar, kælingin og á-
fylling, hefir tekið um 2. stundir og bónd-
inn, húsfreyjan og eldri sonurinn, unnu af
kappi að þessum störfum.
Þegar flöskurnar koma heim aftur tóm-
ar, þarf að þvo þær og skola. Það tekur
sinn tíma að þvo yfir 200 flöskur á hverj-
um degi, fyrst úr sódavatni og svo úr heitu
vatni. Gott að til aðstoðar er hafður raf-
knúinn flöskubursti.
Þeir eru margir snúningarnir, og margs
að gæta, við framleiðslu barnamjólkur, en
aðgæzlu þarf á öllum sviðum svo að ekki
verði á misfellur, sem valda tjóni á meðal
minnstu borgaranna.
Unnið fyrir framtíðina.
Hvort í sínu lagi viðurkenna hjónin fyrir
mér, að þeim muni ekki fært að vinna til
lengdar eins og þau gera nú. En bæði er
það, að greiða þarf sem mest af skuldun-
um, sem á hvíla vegna jarðakaupanna, og
svo er víst að drengirnir koma til gagns,
og þá léttir það erfiðið og sparar útgjöld,
svo að jarðnæðið ætti að verða tryggt í
þeirra eign þótt eitthvað bæri útaf. Þessi
sjónarmið eru framundan. Húsakynni eru
góð, fjósið aðeins fárra ára, en byggja
þarf betra hús en nú til verkfærageymslu.
Og svo segist Aage þurfa að fá hið allra
fyrsta votheyshlöðu fyrir allt kálið og fóð-
urrófurnar. Annað þarf ekki að leggja í
beinan stofnkostnað fyrst um sinn vegna
búskaparins. Með því verðlagi sem hér er