Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 38
376
FREYR
sé blandað eggjum, en réttir gerðir af undanrennu og
eggjum geta verið verðmætari en nýmjólkurréttir.
Það er alveg rétt, að fyrirhafnarminnst er að neyta
mjólkurinnar eins og hún kemur úr skepnunni, að
drekka hana, annað hvort spenavolga eða kælda.
Kiild mjólk er góður drykkur í sumarhitum, en heit
mjólk getur líka verið hreinasta afbragð sem hress-
ing í vetrargjósti og hrolli.
Þegítr fullorðna fólkið drekkur kaffi eða le, þá fá
börnin auðvitað mjólk, og stundum getur nú verið við-
eigandi, að foreldrarnir drekki mjólk líka börnunum
til samlætis og til ánægju. Því mega þeir fullorðnu
ekki vera í hópi barnanna við og við? Og eitt er víst.
Ef húsmóðirin og húsbóndinn geta ekki drukkið mjólk-
ina eins og hún kemur úr skepnunni, þá er þó
hægt að gera úr henni góða drvkki, sem eftirsóttir eru
af bæði eldri og yngri. Þegar sykurskammturinn er
naumur, þykir ef til vill ekki gott ráð að nota sykur
í mjólkurdrykki, en því ekki í þá eins og í kaffi? Til
i>ess að rausa ekki alveg út í bláinn um þessi efni, er
bezt að snúa sér að raunhæfri hagnýtingu mjólkurinn-
ar á annan hátt en þann, sem algengastur er, sem
mjólk út á g'raut eða mjólkurgrautur.
Mjólkurpúns
er ágætur drykkur. Það er gert úr 1 1. nýmjólk, 3
eggjarauðum, 3 matskeiðum strásykurs og svo vanillu-
dropum eða rommdropum eftir óskum. Þetta er gert á
þann hátt, að eggjarauðurnar og sykrið er hrært sam-
an, mjólkinni er blandað í smátt og smátt og drop-
unum síðast. Þegar heitt er, þá er þessi drykkur beztur
ískaldur, en að vetrinum má sjóða hann og drekka
heitan.
Sænsk mjólkursúpa
er ágætur matur, þannig gerð: 2 1 mjólk, 70 g hveiti,
% teskeið salt, ristaðir rúgbrauðsteningar og ögn af
ávaxtamauki ef vill. Mjöl og mjólk er lirært saman í
potti unz sýður, og skal helzt sjóða hægt í 10 mín-
útur. Þegar framreitl er, eru teningarnir látnir í, svo
mikið sem hver vill, og ávaxtasulta með sterkum lit
gefur góða matarlyst ef notuð er til bragðbætis.
Lauksúpa
er hollur matur. Hún er matreidd svona: 1 1 mjólk,
1 1 vatn, 350 g stórir laukar, 40 g feiti, 50 g mjöl,
salt og pipar. — Laukurinn er skorinn í sneiðar og
velt í feitinni heitri á pönnu, vatninu er hellt á, hitað
upp og soðið unz Iaukurinn er meyr. Um leið og fram-
reitt er, er mjólkinni hellt í súpuna og salti og pipar
blandað í eftir þörfum. Brauð er borið með súpunni.
Kremsúpa
er heldur engin þrælafæða. Hún er þannig gerð: 2 1
undanrenna, 70 g mannagrjón, 3 eggjarauður, 3 mat-
skeiðar strásykur, vanilla eða rommdropar. Sykur og egg
er hrært saman, mjólk og grjón er soðið og eggjahrær-
unni blandað í þegar tekið er af hitagjafanum og þá
hrært vel í og dropunum blandað í um leið. Framreitl
strax.
Áfafromage
getur verið góður þó ekki sé notaður rjómi. 1 1 áfir, 5
egg, 120 g strásykur, 16—18 blöð matarlím, vanilla.
Sykur og' eg'gjarauður hrærist vel þangað til að hrær-
an er hvít, bráðið matarlím er látið saman við og
síðan áfirnar. Þegar þessi blanda byrjar að storkna,
þá sé búið að þeyta eggjahvíturnar stífar, þeim er
blandað í ásamt vanillunni og öllu er hellt í skálar.
Með áfafromage er ávaxtasós framreidd.
Sagóþéttir.
Þetta er góður eftirréttur (lokaréttur) % 1 mjólk, 75
g sagogrjón, 2 egg, 1 matsk. strásykur, 3 blöð matarlím,
citronusafi.
Ur mjólkinni og grjónunum er soðinn grautur, í hann
er blandað eggjarauðum og sykri, sem áður hefir verið
hrært vel saman, matarlíminu uppleystu er blandað í
ásamt citrónusafanum, og loks koma eggjahvíturnar,
stífþeyttar, sem hrært er í með hægð. Hrærunni er
hellt í hringform, þar storknar hún og er þéttinum hvolft
úr á fat, þegar framreiða skal. Avextir eða saft er
bezt með. Þetta er afbragðs sunnudagsmatur.
(Myndir og uppsknftir eftir ,,Landet“).