Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 22
360
FREYR
Fyrsta samvinnu-
mjólkurbú heims-
ins í Hjedding í
Danmörku. Þar
hófst starfsemi
árið 1882.
gegnum loftið yfir þreskihlöðu og þar
héngu föturnar á þverslá á efri enda öx-
ulsins. Maður þessi var skáld. Grönnunum
þótti tiltæki hans skáldlegt og streymdu
að til þess að sjá nývirkið. En skyndilega
heyrðist hvinur, sem hvasst er veður yfir
dynur, eins og segir í sálminum, og fólk sá
mjólkurfötur á fljúgandi ferð í gegnum
þakið og langt út á akur. Þetta varð end-
irinn á tilraunum með slíka gerð skilvindu.
Prófessor M. V. StorcJc gat þess á prenti
nokkru síðar, að skilvindan ætti eflaust
að vera sívöl, og því ráði var fylgt þegar
fyrsta nothæfa skilvindan var framleidd í
Roskilde fáum árum síðar.
★
Þó að ekki séu nema um 70 ár síðan
þessir atburðir gerðust, hefir margt breyzt
í þessum efnum. Stórstígar framfarir á
sviði mjólkuriðnaðarins hafa átt sér stað.
Saga þeirra framfara skal ekki sögð hér,
en þess er vert að geta, að árið 1882 var
fyrsta samvinnumjólkurbú heimsins sett
á stofn í Hjeddiiig, við Ribe í Danmörku.
Byggingar hafa breytzt og mjólkurbú einn-
ig, en ennþá stendur bygging sú, sem
hýsti þessa frumspíru samvinnustarfs á
framleiðslusviði bændanna.
Á stríðsárum keypti Landssamband
mjólkurfélaganna dönsku bygginguna, í því
skyni að varðveita staðinn og minningu
upphafs félagsstarfseminnar. Og nú hefir
verið gerð ráðstöfun til þess, að komandi
kynslóðir geti séð með eiginn augum
hvernig starfsskilyrði og fyrirkomulag var
á þessu fyrsta mjólkurbúi, — þessu fyrir-
tæki bændanna, upphafi þeirrar megin-
stoðar danskra bænda og danskrar þjóð-
ar, sem mjólkurbúin eru í dag.
Nú hefir verið hresst upp á gömlu bygg-
inguna og hún færð í gamla búninginn.
Vélum og áhöldum, sem þarna voru notuð,
hefir verið safnað saman, og fengið að, það
sem vantaði til þess að gera samstæðuna