Freyr - 01.12.1948, Side 42
380
FRE YR
FRE YR
— búnaðarblað — gefið út af Búnaðarfélagi
íslands og Stéttarsambandi bænda.
Ritstjórn. afgreiðsla og innheimta:
Lækjargötu 14, Reykjavík. Pósthólf 1023.
Sími 3110.
Ritstjóri o" ábyrgðarmaður: Gísli Kristján son
Ritnefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson.
Steingrímur Steinþórsson.
P R E Y R er blað landbúnaðarins.
Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagl fyrir 1. júli
Prentsmiðjan Edda h.f.
Bœndaför.
Síðastliðið sumar fóru 12 bændur af Suðurlandi kynn-
isför til Noregs. Er þetta í annað sinn, sem íslenzkir
bændur efna til hópfarar (kynnisfarar) til annarra
landa (Auðvitað hafa ungir menn oft farið nokkrir
samtímis til bóklegs eða verklegs náms, en það geta
ekki talizt bændafarir).
Farið var loftleiðis frá Reykjavík til Sólaflugvallar-
ins í Noregi. Var síðan ferðast um Jaðarinn, Roga-
land, Bergen, Valdrés, Litla-Hamar, Oslo, As, Rjúkan
og víðar. Fararstjóri var: Arni G. Eylands, stjórnar-
ráðsfulltrúi. Bændurnir fóru að heiman 19. júní en
komu heim aftur 1. júlí. Grein um ferð þessa verður
vonandi birt á næstunni.
★
Þrettán flugvélar
eru nú daglega í förum frá Ulsterfylki í Norður-Ir-
landi til Englands með mjólk. Mjólkin er flutt í brús-
um, sem taka 45 lítra (10 gallon) og sagt er að viku-
lega séu fluttir 1.575.000 lítrar mjólkur á þennan
hátt.
★
/ Hollandi
er þröngt og þéttbýlt. Þess vegna flytur fjöldi fólks
af landi burt þegar inni fæst annarsstaðar. Dr. J. H.
van Roijen, hinn hollenzki ambassadör í Canada, hefir
nýlega tilkynnt, að á þessu ári muni 8000 Hollend-
ingar flytja til Canada og á næsta ári sennilega um 16
þúsund. Flest mun þetta vera sveitafólk, sem hyggst
að stunda landbúnað í Canada.
★
Ferguson-
dráttarvélin er nú framleidd í stórum stíl í Eng-
landi. I septembermánuði var útflutningurinn til Ame-
rlku I fullum gangi herma fregnirnar, og því við bætt,
að í október hafi afgreiðslan numið 7500 á dag vestur
um haf. Það er hvorutveggja, að framleiðslan mun að
nokkru vera amerísk, og svo hitt, að Englendingum
kemur vel að fá dollara. Þess vegna gengur Ameríka
fyrir um kaup þessarar aflvélar, sem sögð er ágæt.
7 Manitoba
í Canada er tilraunastöð fyrir sundfuglarækt. Frá stöð
þessari voru nýlega sendar 150 villiendur, villigæsir og
villisvanir til Englands til þess að kynbæta fugla
þessara tegunda í Englandi.
★
A. P. Jacobsen,
ríkisráðunautur Dana, hefir nýlega flutt erindi um
framleiðsluhorfur og viðskipti, en erindið var birt í
.,Jydsk Landbrug". Segir þar m. a.:
..... Það er rétt, að nú er skortur á hrossum í
vissum löndum Evrópu, en ef horft er fram í tímann
getur engum blandast hugur um, að hestahaldinu
hnignar. Reynsla mín er sú ,að framleiðsluhættir i Ame-
ríku eru endurteknir — hér í Evrópu 15—20 árum síð-
ar. Lítum á hesta og dráttarvélar í því sambandi í
U. S. A. Þar voru 19,1 milljónir hrossa og 0.9 milljónir
dráttarvéla árið 1930. Arið 1947 eru hrossin 10 millj-
ónir en dráttarvélarnar 2,7 milljónir. I samræmi við
þetta munum við minnka hrossastofninn á næstu 15
árum.
Við getum, þrátt fyrir þetta, enn gert ráð fyrir ein-
hverjum útflutningi, en þróunin miðar í sömu átt ann-
arsstaðar, og við þurfum ekki að gera okkur bjartar
vonir um hrossaútflutning, sem nokkuru nemur, í
framtíðinni.
★
F REY R
óskar lesendum sínum gleðilegra jóla.