Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1948, Page 14

Freyr - 01.12.1948, Page 14
352 FREYR Fyrst er það, að bændur og búalið hafi sæmilegar tekjur. Af því leiðir aftur mögu- leika til þess að afla sér þæginda. Það er síður en svo að allt það fólk, sem flutt hefir alfarið úr sveitum hafi gert það af öðrum ástæðum en þeim, að það skorti möguleika til að veita sér þægindi og tekjur til jafns við bæjafólkið. Undirstaða tekna bóndans er ræktað land og bílvegur heim í hlað. Ræktun landsins er eitt veigamesta mál framtíð- ar þjóðarinnar. Fyrir því á ríkið að bera höfuð-þunga ræktunarkostnaðarins t. d. alla þurrkun votlendis og miklu meira. Allar stærri vélar verði að sjálfsögðu fé- lagseign og einnig sumar þær smærri. Túnið verður að vera véltækt, vel girt og svo stórt að það nægi til heyfengs. Beitiland fyrir mjólkurpening sé ræktað, eða að minnsta kosti þurrlendi, það sé girt svo að aðrar skepnur komist þangað ekki samtímis. Auðvelt sé að koma heyjum í hlöður og úr þeim aftur í gripahúsin. Mjaltavélar og súgþurrkun, eða aðra ekki lakari heyverkun, verður hver bóndi að hafa. Um smærri vélarnar eru skiptar skoð- anir. Ég held að bændur sækist um of eftir aflvélum. Allt er gott meðan það er nýtt, en þegar viðhaldið kemur kostar það svo mikið fé að ég efast um að búin beri kostn- aðinn. Enda er meðferðin víða á öku- tækjum fráleit, t. d. að aka „farmall“ lang- ar leiðir á hörðum vegi eða að láta hvern heimilismann, börn meðtalin, skarka á þeim hvern snúning, sem gera þarf. Þegar til er nægilegt ræktað land, súgþurrkun og votheysgerð komin á hvert heimili, þannig að hægt er að aka inn heyinu jafnóðum og hentar fyrir heyverkunina, sennilega jafnt og þétt, þá eru blessaðir hestarnir okkar kjörnir til þeirrar vinnu. Séu hestarnir geymdir í girðingu við túnið er ekki leng- ur verið að grípa til þeirra en undirbúa vél til gangs. Ekkert heimili getur verið hestslaust, enda bila vélarnar oft og illa og yrði þá öll vinna að falla niður meðan viðgerð færi fram, ef ekki væri í þeim til- fellum hestar við hendina og hestaverk- færi. Hestarnir þurfa að vera spakir, vel tamdir og stæltir, aktygi og öll áhöld í full- komnu lagi. Hestar og hestaverkfæri eyða ekki erlendum gjaldeyri til rekstrarins, sláttuvél og rakstrarvél endast í áratugi og hvert lagið barn getur smurt og hirt þessi einföldu afbragðs áhöld. Þeim krónum, sem hugsanlega mætti spara til vélakaupa, mundi ég verja til að eignast aflvél til rafmagnsframleiðslu. Á síðasta búnaðarþ. var samþ. að fela stjórn Búnaðarfél. íslands að rannsaka möguleika fyrir því, að aflvélar til raf- magnsframleiðslu fyrir sveitabýlin yrðu fluttar inn í stórum stíl ef kostnaður yrði ekki álitinn ókleifur fyrir bændur. Þetta var hugsað sem millispor unz fossavirkjun- in kæmist í framkvæmd. Næst aflvél til rafmagnsframleiðslu mundi ég kaupa mér heimilisbifreið. Væri hún notuð ein- göngu fyrir fjölskylduna entist hún án nokkurs viðhalds árum saman. Bifreið er einhver allra bezti hlutur. sem fjölskylda getur átt, hvort sem er í bæ eða sveit. Tæplega er hægt að hugsa sér gagnlegri eða hollari skemmtun en að taka bíl sinn, aka út í nýtt umhverfi, skoða og njóta náttúrunnar. Slíkar smáferðir yrðu hvild- arstundir og afbragð fyrir samheldni fjöl- skyldunnar. í sveitum gætu þetta verið jeppar, fyrir þá sem vildu þá fremur í því augnamiði að nota þá líka til land- búnaðarstarfa. Ég veit svo sem að þetta þykir fjarstæða. Væri ég bóndi mundi ég nota stælta

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.