Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 26

Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 26
364 FRE YR ar prúðu, óstýfðu og lífmiklu rófur. En fyrir 50 árum voru menn enn ekki svo herskáir, að þeir reiddu branda sína að kýrhölum. Annars þori ég að fullyrða það, að í þá daga var drýgsta ánægjan, og gleðiuppspretta sveitafólksins, háð og bundin samlífinu við skepnurnar; svo voru þær samgrónar daglegum störfum og lífi þeirra, sem umgengust þær. Þá var margt af hestelskum konum og körlum og skylduræknum og góðum fjármönnum, sem þótti vænt um fjárhundana sína. Húsmæðurnar elskuðu kýrnar sínar, og piparmeyjarnar létu köttunum líða vel. Sumarskemmtiferðir á hestbaki voru þá mjög tíðkaðar. Þá var víða góður hesta- kostur í sveitum norðanlands. Þá riðu kon- ur í söðlum. Ég vil hömlunarlaust fá að láta þá skoðun mína í ljósi, að kvenleg prýði og snoturleiki þeirra naut sín þá betur, heldur en nú, þegar þær láta sér ekki nægja minna en hafa heilan hest á milli fótanna. Það var líka vitað og við- urkennt, að margir hestar lágu betur á skeiðinu undir söðli. — Að þessu athuguðu væri það líklega snjallræði á þessum skeiðlos- og upphlaupstímum, fyrir þá, sem kappreiðar stunda, að láta söðulkon- ur sitja á klárunum. Þá myndu mistökin verða minni. Mjög var þá tíðkað að ríða á aðrar kirkjur. Ekki var það ótítt í þá daga, að 40—50 manns, af utansveitarfólki, riðu til Þingeyrarkirkju, en hún mun þá hafa verið ein fegursta kirkja á Norðurlandi. Oftast beindi ferðafólkið för sinni til merkra og fallegra sögustaða í nokkurri fjarlægð. Skemmtiferðir í Vaglaskóg, úr Eyjafirði og af Akureyri, voru alkunnar í þá daga. Fyrir kom, að riðið var til veiði- vatna á heiðum uppi og þá höfð með hit- unartæki, veiddur silungur og brytjaður spriklandi í suðuketilinn; þannig tilreidd- ur var hann hnossgæti. Mikill unaðsblær og þjóðlegur frelsis- þokki hvíldi yfir og fylgdi þessum ríðandi hópum, sem nutu heilbrigðrar nautnar í skauti náttúrunnar, í náinni samstillingu við mesta lífgjafa ferða- og sveitagleð- innar, hestana. Þar mátti líta sveitta og reista hálsa gæðinganna, blaktandi föx, glampandi augu undir hvössum brúnum og freyðandi munna á japlandi mélum. Nú eru þessar hollu og óbrotnu sveita- skemmtanir mjög breyttar frá því sem áður var, og að nokkru horfnar í svelg tímans. Nú sjást ekki ríðandi hópar geys- ast eftir fögrum hlíðum dalanna. En í þeirra stað bruna eftir vegunum ólífræn- ir hjóldraugar með glóðaraugu, er vekja þeim, sem á vegi þeirra verða og ferðast á gamla vísu, hrollkennda andúð og gremju. Draugurinn öskrar, en mál hans þýðir: Víktu úr vegi, annars er þér bani búinn. ★ Annar mesti eftirlætis- og gleðidagur sveitafólksins var réttardagurinn. Ungir sveinar þóttust menn að meiri, ef þeir voru teknir gildir sem gangnamenn. Göng- urnar voru ánægjurík skemmtiferð þegar vel viðraði, en haglskúrir og jökulgustur fjallanna hertu hug og dug ungu mann- anna. Þegar um örðugar og miklar langleiðir var að sækja, til þess að geta notið rétta- gleðinnar, varð fólkið að ríða heimanað daginn fyrir réttardaginn, til þess að kom- ast í tæka tíð. Stafnsrétt er mér hug- stæðust frá gömlu dögunum og þar ætla ég á hugarreiki mínu að líta sem snöggv- ast yfir fornar og kunnar slóðir.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.