Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1948, Qupperneq 11

Freyr - 01.12.1948, Qupperneq 11
FRE YR 349 Ég býst við að ýmislegt af því, sem ég segi þyki nokkuð öfgakennt. En mér finnst nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, hvort sveitalíf á íslandi eigi að sálast eða vara. Þeir, sem vilja halda því við, verða að gera sér fölskvalausa grein fyrir, hvernig hugsanlegt er að bjarga því. Nóg er komið af léttúðarhjali frá þeim, sem fyrir löngu hafa yfirgefið sveitirnar sjálfir, en telja þó einhverjum öðrum skylt að halda þeim við. Ekki er heldur hægt að tala um menn- ingu, nema koma inn á sjálfa lífsbarátt- una í smáu og stóru. Einstök héruð eru komin furðu langt í því að hýsa jarðir sínar, rækta landið og kynbæta bústofn sinn. Landbúnaðarráð- herra mat matvælaframleiðslu bændanna á 130 millj. miðað við verð erlendis á sömu vörum. Á þessum vörum nærist þjóðin fyrst og fremst. Sannarlega eru þær miklu, miklu meira virði en svo að þær verði metnar til fjár. Yð hugsa til þess andlega og verklega uppeldis, sem þeir njóta, sem elska gróður- reiti sína og búpeninginn. Það er sá yndis- arður, sem ekki verður metinn til fjár og enginn atvinnugrein er að því leyti sam- bærileg. Þessar vörur landbúnaðarins eru dýr- mætar og ágætar nú orðið. Hvað sem líð- ur allri óvild frá vissum mönnum, sum- um all merkum um flest annað en um- mæli þeirra um vörur bændanna, þá má fullyrða að vöruvöndunarkerfið sé orðið ágætt. Mjólkurbúin, sláturhúsin og frysti- húsin, annast vöruvöndunina út á við, en bændur sjálfir heima fyrir með kynbótum og bættri aðstöðu margvíslegri, síðan kem- ur gæðamatið og verðið ákveðið þar eftir. Er hér um atvinnumenningu að ræða, sem er með því bezta í heiminum. Enn er þó ótalið frægasta átakið, sem bændur hafa gert og um leið merkasta félagslega afrekið, sem til er í sögu ísl. þjóðarinnar. Fram á síðustu áratugi 19. aldar var landið girt með dönskum selstöðuverzlun- unum. Þáttur bændanna í því að gera verzlunina alinnlenda er með svo sterk- um myndarbrag, að allt bendir nú til, að samvinnuverzlunin sé sú lang hagkvæm- asta, sem menn fá notið. Aukin ræktun, bættur húsakostur og vaxandi framleiðsla eru vissulega stór spor í framfara átt, en miklu áhrifaríkari eru þær geysilegu fram- farir, sem orðið hafa fyrir atbeina bænd- anna, í vöruvöndun og bættri verzlun. Verkamenn, og fjöldi embættismanna, hafa stutt samvinnuverzlunina með ágæt- um. Sagan sýnir glögglega, að það voru ým- ist bændur eða verkamenn, sem vöktu fyrstu hreyfinguna meðal þjóðanna og á íslandi voru það bændur, sem stofnuðu fyrsta samvinnufélagið í heiminum, rúm- um mánuði fyrr en hinir heimsfrægu Rochdale-vefarar. Þetta voru bændur í Háls- og Ljósavatnshreppi í Suður-Þing- eyjarsýslu. 1. gr. félagslaganna er svona: „Alþýðuheill, siðsemi, ástsemi og varúð sé mið og einkunn félagsmanna." Um skyldur forstöðumanna segir svo: 1. Þeir vandi vörur sínar eins og aðrir félagsmenn. 2. Þeir láni eftir kringumstæðum efna sinna, þegar þarf, leigulaust, verzlunar- skuldum hinna fátæku til lúkningar eða beri veð lánsins að jöfnu við aðra þess konar félagsmenn." (Heimild: ísl. kaupfél. 100 ára). Auðsætt er, að hér er að finna hinn sama hásiðlega hugsunarhátt, sem síðar

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.