Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 18
356
FRE YR
Veter og Hans, úti á akri með
annað hrossanna á Orgaard. I
baksýn er bœrinn og trjágróð-
urinn umhverfis matjurtagarð-
inn.
Ljósm.: G. K.
og svo er þar feikna mikill geimur sem
geymslurúm. Sums staðar hefði húsrýmið
þótt nóg handa 10 manns, hér er það not-
að af fjórum, það er að segja, að loftið er
ekki notað, því að vinnumaðurinn sefur í
herbergi, sem innréttað er við verkfæra-
geymslu og börnin eru svo lítil, að þau
sofa enn í svefnhýsi foreldranna, en loft-
herbergin verða drengjanna, er þeir vaxa
að árum og atgjörvi.
Er ég hefi orð á því við Önnu, að það
þurfi nokkurn tíma til þess að hirða þetta
stóra hús, svo vel sem raun er á, — því
að hvergi er blett eða hrukku að sjá á vel
máluðum veggjum né lofti, og hið sama
er að segja um hin gljáfægðu harðviðar-
gólf, — þá segir hún, að það sé nú bara
brot af daglegu störfunum.
Á fœtur klukkan fimm.
„Við förum á fætur klukkan fimm á
hverjum morgni, hvort sem dagar eru
virkir eða helgir, og háttatími er jafnan
um ellefuleytið á kvöldin, svo svefntím-
inn getur aldrei orðið meira en 6 klukku-
stundir, og oft minna en það,“ segir Anna,
þegar við ræðum nánar um ráðstöfun
hinna einstöku hluta dagsins. „Fyrst er nú
að mjólka kýrnar og svo að kæla mjólkina
og láta hana í flöskurnar. Við vinnum að
þessu í félagi, það eru 19 kýr að mjólka
þegar engin er geld, og málnyta er að með-
altali meira en 100 lítrar, eða með öðrum
orðum yfir 100 flöskur. Þessu verki er ekki
lokið fyrr en klukkan er farin að ganga
8. Svo taka búverkin við, matargerð, hrein-
gerning, þvottar og svo að senda Hans í
skóla, og annað, eins og gengur, þangað
til mjalta skal aftur kl. 5 að kvöldi. Fyrir
þann tíma þarf að vera búið að þvo allar
flöskur dagsins, meira en 200 að tölu. Jú,
það er nóg að gera, og svo öll vinnan úti
á ökrunum, þar verður Aage að vera með
annan fótinn, því að pilturinn er lítt vanur
verkum og kann þau varla án eftirlits og
leiðbeininga."
Það er ekki létt að vera húsmóðir, sem
sinna þarf störfum innan húss, hirða og
gæta barna, fara í fjós og þræla úti á ökr-
um. Þetta hafa ýmsar húsmæður gert, en
því er verr, að stundum bilar þrekið fyrr
en skyldi vegna ofþjökunar. En það er því-