Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1948, Page 23

Freyr - 01.12.1948, Page 23
FREYR 361 Vélakostur var með öðru sniði en nú gerist. Mynd- in sýnir vélamar, sem notaðar voru í uppkafi; þær hafa nú verið settar upp í ann- að sinn. fullkomna, eins og hún var starfshæf forð- um. Hinn 24. september 1948 var mjólkur- bú þetta vígt í annað sinn, í þetta skipti sem minjagripur, er varðveitazt skal um komandi aldir til sýnis. Hér er fyrsta sam- vinnumjólkurbú heimsins í sinni uppruna- legu mynd. ★ í þá daga, er mjólkurbúið í Hjedding hóf starfsemi sína, var sagt: „Stór bylgja rís við vesturströndina og hún mun fara yfir gjörvallt landið og eigi verða stöðvuð." Sú hefir og raun á orðið. En þessi bylgja samvinnustarfsins hefir ekki aðeins farið yfir gjörvalla Danmörku, heldur og vítt um heim. En þar átti hún upptök sín, og upp úr því ölduróti uxu dönsk fyrirtæki, sem nú standa föstum fótum. Danskar verksmiðjur búa til vélar, sem fluttar eru vítt um heim, og notaðar eru í stórum og litlum mjólkurbúum og mjólk- uriðnaðarf yrirtækj um. Frumstæðu tækin, er nota skyldi í þágu mjólkuriðnaðarins forðum, drápu hest og rufu húsþök. Nú lofa menn þá tækni, sem mjólkuriðnaðurinn um víða veröld byggir afköst sín á, hin ágætu tæki, sem gera kleift að skapa afbragðs vörur. En við vesturströndina á sunnanverðu Jótlandi stendur minnisvarði samvinnustarfsins, frumburður mjólkurbúanna, mjólkurbúið í Hjedding. G. Hagstofan danska hefir nýskeð reiknað út byggingarvísitöluna, en hún sýnir, að það kostar nú 5,2 sinnum meira að byggja en árið 1914 og 2,36 sinnum meira en árið 1939. — Þessar tölur gilda byggingar í sveitum. ★ Mjólkandi kýr í Stóra-Bretlandi og Norður Irlandi voru 8,88 millj- ónir að tölu í sumar, en það var hálfri milljón meira en árið 1939. Bretland er eitt þeirra fáu landa, sem hefir fleiri kýr nú en þar voru fyrir stríð.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.