Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 10
348
FRE YR
lífsskilyrði séu hér eða þar, enn aðrir at-
huga bæina, ræktunina, vegina og önnur
mannvirki.
Framkvæmdirnar, verkin, bera vitni
menningu fólksins á hverjum stað. Er
næsta misjafnt um að litast. Mestu ræður
smekkvísi manna. Útsjónarsemi og snyrti-
mennska er einum í blóð borin, öðrum ekki.
Gott uppeldi styður hvern mann, en lé-
legir meðfæddir hæfileikar verða vart
endurbættir svo að trútt reynist, né hinir
góðu hæfileikar kveðnir í kútinn. Landið
og þjóðin nýtur þess síðan eða geldur
hvort þessara afla er að verki.
Engum dylst, að verkkunnátta og snyrti-
mennska í verklegum framkvæmdum, er
verulega ábótavant hjá íslendingum yfir-
leitt; þó vita allir að vönduð vinna er ekki
einungis fallegri og mannslegri heldur
einnig miklu arðvænlegri. Vel gerð rækt-
un, vönduð hús og snyrtileg umgengni ber
nokkuð annan blæ en illa gerð ræktun,
hússkrokkar, sem aldrei eru fullgerðir og
óþrifalegt umhverfi. Annað ber allan blæ
menningar, þ. e. smekkvísi og myndar-
skapar, hitt blæ ómenningar, þ. e. kæru-
leysis og trassaskapar.
Fjárhagur veldur nær engu. Sannur
myndarskapur er engu siður auðsær í
torfbæ en góðu steinhúsi. Sama má segja
um vankunnáttuna í verkum og hæfileika-
skortinn, hvorugt leynist þótt nægir séu
aurarnir.
Þótt ég hafi farið all viða um landið er
mér hvorki auðvelt að gefa upplýsingar
um einstök héruð né heldur vilji fyrir því,
enda mun það vera svo, að það nýtilega
og lélega er samanofið á hinn einkenni-
iegasta hátt.
Ég hefi komið á heimili ágætlega hýst,
túnið var stórt, eggslétt og vel hirt. Bú-
peningur allur gullfallegur og gaf góðan
arð. Á þessu heimili var ekkert salerni. Ég
nefni annað heimili í öðru héraði. Bærinn
var að sjá eins og hrúga í kargaþýfðu
túni. Þegar inn kom var allt myndarlegt,
hlýtt og hreint, í þessum bæ var séð fyrir
öllum nauðsynlegum þörfum manna.
Þannig er byggð landsins, sambland af
fyrirhyggju, fyrirhyggjuleysi og deyfð.
Sumstaðar bera heilar sveitir, eða að
minnsta kosti margir bæir, sama svip,
ýmist myndarlegan eða ómennilegan.
Eitt sinn ók ég margar klukkustundir
um sama héraðið. Fjöldi bæja voru að ytra
útliti eins og léleg gripahús og túnin þýfð,
aðeins smáblettir sléttir í miðjum karg-
anum. Á strjálingi voru sæmileg hús og
eitt og eitt höfuðból. Þetta benti óneitan-
lega til þess hugsunarháttar að svona eigi
þetta að vera: stórbændur og kotungar.
Hins vegar held ég, að sú hugsun sé orð-
in nokkuð fom. Þetta ástand stafar annað
hvort af léglegri einstrengingslegri for-
ustu í héraðinu eða bölsýni, þ. e. vantrú
á framtíðina.
Ég nefni dæmi af öðru héraði nálægu
hinu fyrrnefnda. Vegir voru þar til skamms
tlma engir. Vörurnar voru fluttar á klökk-
um eða bátum. Þrátt fyrir þessa samgöngu-
erfiðleika mátti heita að hvert hús, bæjar-
og peningshús, væru úr steinsteypu, túnin
stór og véltæk. Auðsætt var að þarna hafði
um langa fortíð ríkt mikil bjartsýni og
sennilega hefir héraðið notið fjörugrar
forustu og víðsýnnar. Sá, sem kynnist land-
inu og sveitafólkinu, verður oft undrandi
á þessum miklu andstæðum og það meðal
nábúa, sem virðast hafa svipuð framfara-
skilyrði,
★