Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1948, Page 15

Freyr - 01.12.1948, Page 15
FRE YR 353 hesta til allrar heyvinnu og reyna svo að eiga bifreið til eigin nota og aflvél til rafvirkjunar. ★ Kem ég þá að sjálfu heimilinu. Sveitafólkið þarf engu síður góð hús en annað fólk. Margar jarðir eru vel hýstar, en þó er grátlegt að sjá hve mörg hús eru þar hálfgerð. Veldur slíku bæði efnaskortur og trassaskapur. Á þeim bæjum, sem hóflega stór hús eru upphituð frá eldavél og frúin getur helg- að krafta sína eingöngu heimilisstörfun- um innanhúss, ber heimilið slíku Ijóst og fagurt vitni. í húsinu sé einnig vatnsleiðsla, rafmagn, sími og útvarp. Þá er heimilið eins vel út- búið eins og bezt gerist í bæjum. Hví ekki að krefjast þess? Er þetta ókleift? Nei, nei. Til húsabygg- inga ber að lána háa hundraðstölu bygg- ingarkostnaðar til langs tíma. Meðal bóndaaldur mun vera 25—30 ár. Lánstíminn á því að vera 50—60 ár, lánsupphæðin allt að 90% kostnaðar með 1—2% vöxtum. Vaxtamismuninn greiði ríkið. Teiknistofa landbúnaðarins tryggir að sjálfsögðu, að allar byggingar séu vel gerðar, með tilliti til vaxandi krafna, og vandaðar í alla staði. Hvar á að taka peningana? spyrja menn. Þessa stundina liggur svarið opið fyrir. Dragið saman sjálft ríkisbáknið, þá spar- ast milljónir árlega, leggið þetta fé í ís.'. landbúnað samkvæmt framansögðu. Hvar eru sveitaheimilin þá stödd núna? Er nokkur þörf fjármagns? Hundruð jarða eru óhýstar, túnin víða enn þýfð og mýrarnar óræstar. í landinu eru um 5650 býli. Sími er kominn á 2432 bæi eða 43,1%, en sími er einhver allra þarfasta fram- kvæmd í strjálbýli og fólkseklu. Einnig hér þarf að bregðast skjótt við, enda vel kleift viðfangsefni að leggja síma á hvert heimili. Samkvæmt þeim skýrslum, sem ég fékk hjá Rafmagnseftirliti ríkisins, telst mér svo til, að rafmagn, auk vindrafstöðva, sé á rúmlega 800 bæjum, en það losar 14%. Þetta er erfitt viðfangsefni, sem þó verður að leysa hvað sem það kostar. Ég vona að Búnaðarfélag íslands vilji beita sér fyrir svipuðu sjónarmiði og hér er lýst og að því takist, með forustu sinni, að stöðva strauminn frá sveitunum. KRISTJÁN JÓNSSON, bóndi í Fremstafelli í Köldu- kinn, er vel ánœgður með féð af Vestfjörðum, auðvitað líka með þennan hrút, og ekki að ástœðulausu. Sauð- kindin hefir löngum verið wppáhald og eftirlœti góðra bœnda. Ljósm.: G. Þ.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.