Freyr - 01.12.1948, Page 21
FREYR
359
ætti búrekstrinum að vera borgið þótt dýrt
væri keypt, og þótt útgjöld vegna að-
keyptrar vinnu yrðu meiri en nú, þá ætti
búið samt að bera sig. Það er ekkert von-
leysi framundan í búskap þeirra hjóna og
ekkert víl eða vol yfir því að þurfa að
leggja á sig 16 stunda vinnu bæði á virkum
dögum og helgum.
Hér er búmaður og búkona að störfum
og hér er unnið með fyrirhyggju og
þekkingu á starfinu. „Aldrei hefir neitt
borið út af ennþá með barnamjólkina og
vonandi verður það ekki, því að nú höf-
um við fengið kælitæki og svo fáum við
bráðum kæliherbergi til þess að geyma
kvöldmjólkina í til morguns. Þá erum við
laus við að bera hana í kjallarann þegar
heitt er,“ segir Anna, og það er auðsætt
að hún fagnar hverri endurbót, sem léttir
erfiðið, enda ekki að ástæðulausu.
Ég kveð þau hjón með virktum, þakka
ágætar viðtökur og fer frá Örgaard með
þá vissu, að hér eru öruggir máttarviðir
þeirrar þjóðar, sem þau tilheyra, og þau
hörfa ekki frá búi til þess að leita meiri
þæginda eða skemmri vinnudags. Gleði
þeirra og gæfa er í starfinu og við því tek-
ur framtíðin, snáðarnir tveir, sem senn
vaxa það úr grasi, að þeir verða góð hjálp
og taka síðar erfiðustu verkin yfir á sína
arma, er foreldrarnir eldast og lýjast.
2/8. 1948. G.
Elzta samvinnumjðlkurbú heimsins
Saga þeirrar tækni, sem notuð er við
framleiðslu mj ólkuriðnaðarvara, er ekki
löng. Það eru ekki næsta margir áratugir
síðan að rjóminn var skiiinn frá undan-
rennunni á þann hátt, sem margir íslend-
ingar muna frá bernsku sinni, mjólkin var
sett í trog og látin standa unz rjóminn
settist á yfirborðið, þá var tappinn tekinn
úr og mjólkin rann undan, — undanrenn-
an — en rjóminn varð eftir í troginu. Til-
raunir, til þess að skilja rjómann frá und-
anrennunni með hjálp tækniútbúnaöar,
voru gerðar í Danmörku árið 1873. For-
göngu hafði dýralæknir nokkur, H. Jensen
að nafni. Á lóðréttan öxul festi hann þver-
stöng og síðan tengdi hann sína mjólkur-
fötuna á hvorn enda hennar. Með sveif og
tannhjóla-sambandi var öxlinum snúið og
föturnar tvær fóru á fleygiferð, hangandi
hvor á sínum krók á stangarendum, en í
hverri fötu voru „6 pund af nýmjólk“.
Tveir menn skiptust á að snúa, rennsveitt-
ir, og hraðinn var 500 snúningar á mínútu.
En rjóminn var bæði þunnur og lítill þeg-
ar vélin var stöðvuð.
Árið eftir tók verksmiðjueigandi einn,
Rasmussen að nafni, hugmynd dýralækn-
isins til meðferðar. Nú skyldi sett fart á
föturnar. Gufuvél skyldi knýja áhaldið.
Og það kom heldur kast á föturnar hjá
honum, 45 m. á sekúndu var hraðinn, með
þeim árangri, að hald annarrar fötunnar
brast, hún þeyttist út í loftið, í gegnum
múrvegg á næsta húsi og drap þar hest,
sem stóð við stall.
Með óhappi þessu var endir bundinn á
tilraunina. Skömmu síðar gerði maður að
nafni Mads Hansen tilraun af líku tagi, en
hann notaði hesta til að knýja öxulinn og
sveifla fötunum. Öxull hans náði upp í